Sviðsmyndir í orkumálum

Greint verður frá stöðu og áskorunum í orkumálum á fundinum.
Greint verður frá stöðu og áskorunum í orkumálum á fundinum. Ljósmynd/mbl.is

Um­hverf­is- og orku­málaráherra hef­ur boðað til fund­ar það sem að skýrsla um stöðu og áskor­an­ir í orku­mál­um verður kynnt.

Fund­ur­inn fer fram í Hörpu og hefst klukk­an 14 í dag. 

Í byrj­un árs skipaði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra þriggja manna starfs­hóp sem fékk það verk­efni að vinna skýrslu um stöðu og áskor­an­ir í orku­mál­un­um með sér­stakri vís­an til mark­miða og áherslna stjórn­valda í lofts­lags­mál­um.

Verða niður­stöður hans kynnt­ar á fund­in­um sem horfa má á í beinu streymi hér að neðan. 

Starfs­hóp­ur­inn var skipaður eft­ir­far­andi aðilum:

  • Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, hag­fræðing­ur og formaður hóps­ins.
  • Ari Trausti Guðmunds­son, jarðeðlis­fræðing­ur.
  • Sig­ríður Mo­gensen, sviðsstjóri hjá Sam­tök­um Iðnaðar­ins

Þau Erla Sig­ríður Gests­dótt­ir, sér­fræðing­ur og Magnús Dige Bald­urs­son, lög­fræðing­ur frá um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðuneyt­inu störfuðu með starfs­hópn­um.

Hóp­ur­inn hafði þá sam­ráð við sér­stak­an sam­ráðshóp ráðuneyt­is­ins og stofn­ana auk þess að á fjórða tug hagaðila lögðu starfs­hópn­um lið við vinnu skýrsl­unn­ar.

mbl.is