Langt á milli veiðisvæðanna

Malgorzata Angelika Bielawska og Bartosz Daszkiewicz frá Póllandi eru öflug …
Malgorzata Angelika Bielawska og Bartosz Daszkiewicz frá Póllandi eru öflug í loðnuvinnslunni hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Loðnu­afli fékkst á tveim­ur veiðisvæðum um helg­ina og var langt á milli þeirra. Ann­ars veg­ar fékkst afli í mynni Ísa­fjarðar­djúps og hins veg­ar í Fjalla­sjó und­an Eyja­fjöll­um. Í gær var lítið að frétta og ein­hver skip­anna sem höfðu reynt fyr­ir sér í grennd við Eyj­ar héldu á vest­ur­svæðið þar sem reiknað var með skap­legra veðri í dag.

Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, seg­ir það merki­legt að hrygn­ing­ar­loðna veiðist út af Ísa­fjarðar­djúpi. Með öðrum orðum þýddi það að loðnan hefði nán­ast gengið hring­inn í kring­um landið. Eng­ar upp­lýs­ing­ar væru um vestang­öngu.

Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar
Guðmudn­ur Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hann sagðist ekki trúaður á að loðnan hrygndi inni á Ísa­fjarðar­djúpi, en hins veg­ar væru þekkt­ir hrygn­inga­blett­ir út af sunn­an­verðum Vest­fjörðum og Látra­bjargi, þar sem afli fékkst í síðustu viku. Loðnan hrygn­ir á mal­ar­botni þar sem eru straum­ar og hreyf­ing á sjón­um. Guðmund­ur sagði ekki óvænt að loðnu væri að finna á fleiri en ein­um stað. Á vertíðinni hefði verið talað um tölu­verða dreif­ingu og þegar fyrsta ganga hefði verið kom­in suðaust­ur fyr­ir land hefði Haf­rann­sókna­stofn­un mælt loðnu fyr­ir norðaust­an og norðan land.

Stend­ur djúpt og er gis­in

Græn­lenska skipið Pol­ar Ammassak kom um helg­ina með 1.900 tonn af hrognaloðnu til Nes­kaupstaðar. Á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar er að finna eft­ir­far­andi lýs­ingu Geirs Zoëga skip­stjóra á túrn­um:

„Við byrjuðum að veiða vest­ur af Bjargtöng­um og feng­um þar um 700 tonn. Síðan var haldið inn á Breiðafjörð og þar feng­ust 600 tonn í tveim­ur köst­um. Við kláruðum síðan í Nes­dýp­inu vest­ur af Vest­fjörðum. Loðnan hegðar sér und­ar­lega og ger­ir okk­ur erfitt fyr­ir. Hún bæði stend­ur djúpt og er gis­in. Svo er rosa­lega mikið af hval á miðunum og hann skap­ar heil­mik­il vand­ræði.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: