52 þúsund tonna viðbót til íslensku loðnuskipanna

Íslensku skipin fá aukalega 52 þúsund tonna loðnukvóta eftir að …
Íslensku skipin fá aukalega 52 þúsund tonna loðnukvóta eftir að norksu skipin náðu ekki að veiða þann afla sme þeim var úthlutað. mbl.is/Börkur Kjartansson

Samkvæmt breyttri reglugerð um loðnuveiðar á yfirstandandi vetrarvertíð er íslenskum skipum heimilt að veiða alls 686.440 tonn, sem er það mesta frá fiskveiðiárinu 2002/03. Aukning frá fyrri ráðgjöf skýrist af því að Norðmenn náðu ekki að veiða allan sinn kvóta.

Íslensku uppsjávarskipin eru búin að landa um 461 þúsund tonnum samkvæmt tölum á vef Fiskistofu og óveidd eru rúm 224 þúsund tonn. Skipin voru flest að veiðum á Faxaflóa í gær.

Eftir haustráðgjöf Hafrannsóknastofnunar var miðað við að í hlut Íslands kæmu um 662 þúsund tonn. Eftir skerðingu í lokaráðgjöf um miðjan febrúar voru heimildir Íslendinga hins vegar orðnar um 634 þúsund tonn. Norðmenn veiddu tæp 90 þús. tonn af upphaflegum kvóta upp á rúm 145 þúsund tonn, en kvóti þeirra var aðeins lægri eftir skerðingu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: