52 þúsund tonna viðbót til íslensku loðnuskipanna

Íslensku skipin fá aukalega 52 þúsund tonna loðnukvóta eftir að …
Íslensku skipin fá aukalega 52 þúsund tonna loðnukvóta eftir að norksu skipin náðu ekki að veiða þann afla sme þeim var úthlutað. mbl.is/Börkur Kjartansson

Sam­kvæmt breyttri reglu­gerð um loðnu­veiðar á yf­ir­stand­andi vetr­ar­vertíð er ís­lensk­um skip­um heim­ilt að veiða alls 686.440 tonn, sem er það mesta frá fisk­veiðiár­inu 2002/​03. Aukn­ing frá fyrri ráðgjöf skýrist af því að Norðmenn náðu ekki að veiða all­an sinn kvóta.

Íslensku upp­sjáv­ar­skip­in eru búin að landa um 461 þúsund tonn­um sam­kvæmt töl­um á vef Fiski­stofu og óveidd eru rúm 224 þúsund tonn. Skip­in voru flest að veiðum á Faxa­flóa í gær.

Eft­ir hau­stráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar var miðað við að í hlut Íslands kæmu um 662 þúsund tonn. Eft­ir skerðingu í lokaráðgjöf um miðjan fe­brú­ar voru heim­ild­ir Íslend­inga hins veg­ar orðnar um 634 þúsund tonn. Norðmenn veiddu tæp 90 þús. tonn af upp­haf­leg­um kvóta upp á rúm 145 þúsund tonn, en kvóti þeirra var aðeins lægri eft­ir skerðingu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: