Fiskistofa segir útgerðum að sigla eigin sjó

Snjallforritt sem átti að einfalda smærri útgerðum að skila aflaupplýsingum …
Snjallforritt sem átti að einfalda smærri útgerðum að skila aflaupplýsingum verður óvirkt 1. apríl. Fiskistofa vísar á forrit í eigu einkafyrirtækis sem getur kostað notendur þúsundir króna. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Fiski­stofa hef­ur ákveðið að hætta að taka við af­la­upp­lýs­ing­um úr snjall­for­riti sem hef­ur verið í notk­un í inn­an við tvö ár og leggja af ra­f­rænu afla­dag­bók­ina, en gerð kerf­anna kostaði stofn­un­ina tæp­ar 50 millj­ón­ir króna.

Fiski­stofa seg­ir not­end­um smá­for­rits­ins og vef­miðmóts að stofna til viðskipta við einka­fyr­ir­tæki – sem er eig­andi ann­ars hug­búnaðar sem Fiski­stofa greiddi fyr­ir – með til­heyr­andi kostnaði eða hanna eig­in hug­búnað und­ir upp­lýs­inga­skil­in. Not­end­ur hafi út mars til að ganga frá til­hög­un upp­lýs­inga­skila.

Fyr­ir­spurn um ástæður ákvörðun­ar­inn­ar um að hætta notk­un þess­ara kerfa var send stofn­un­inni fimmtu­dag­inn 3. mars. Stofn­un­in seg­ir spurn­ing­ar blaðamanns ná til fleiri sviða Fiski­stofu og að fjar­vera starfs­manna vegna Covid-19-veik­inda sé ástæða þess að fyr­ir­spurn­inni hafi ekki verið svarað.

Með mánaðar fyr­ir­vara

Í ág­úst 2020 til­kynnti Fiski­stofa að hætt yrði að taka við afla­dag­bók­um í papp­írs­formi 1. sept­em­ber sama ár í sam­ræmi við reglu­gerð um skrán­ingu og ra­f­ræn skil af­la­upp­lýs­inga. Sama sum­ar hafði farið í loftið snjall­for­rit sem hægt var að nota úr síma eða spjald­tölvu sem gerðu skil­in ein­föld fyr­ir smærri út­gerðaraðila, en um tíma höfðu stærri skip skilað af­la­upp­lýs­ing­um með ra­f­rænni afla­dag­bók sem mátti finna á afla­skr­an­ing.is. Með þessu urðu upp­lýs­inga­skil­in al­farið ra­f­ræn.

Þann 2. mars síðastliðinn birt­ist hins veg­ar til­kynn­ing á vef Fiski­stofu þar sem sagt var frá því að „frá og með 1. mars mun Fiski­stofa ekki leng­ur út­vega afla­dag­bæk­ur eða reka sta­f­rænt afla­skrán­ing­ar­for­rit“ og að frá og með 1. apríl verði það óvirkt.

Sam­kvæmt gild­andi regl­um er þó öll­um skylt að skila ra­f­rænni afla­dag­bók til Fiski­stofu og legg­ur stofn­un­in til tvær leiðar til að standa í skil­um. „Öllum er frjálst að skrifa hug­búnað sem get­ur skilað af­la­upp­lýs­ing­um til Fiski­stofu,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. Hvort mánuður dugi til að hanna slík­an hug­búnað er óþekkt en sé slíkt ekki hægt bend­ir stofn­un­in á að „Trackwell hef­ur þróað smá­for­rit þar sem hægt er að færa afla­skrán­ingu og senda til Fiski­stofu. Þeim aðilum sem vilja nýta sér þann mögu­leika er bent á að sækja það for­rit eft­ir 1. mars nk. en fyr­ir 1. apríl.“

Millj­óna­for­rit eign annarra

Ra­f­ræna afla­dag­bók­in sem hætt verður að nota var hönnuð af verk­tök­um fyr­ir Fiski­stofu og var kostnaður­inn 33,2 millj­ón­ir króna. Hug­búnaður­inn varð hins veg­ar ekki eign Fiski­stofu held­ur fyr­ir­tæk­is­ins Trackwell sem vann verkið fyr­ir stofn­un­ina og var ra­f­ræna afla­dag­bók­in í notk­un Fiski­stofu sam­kvæmt leyfi frá hug­búnaðarfyr­ir­tæk­inu – sem Fiski­stofa seg­ir not­end­um nú stofna til viðskipta við. Þetta má sjá í svari Kristjáns Þórs Júlí­us­son­ar, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, við fyr­ir­spurn Björns Levís Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata, árið 2019.

Þar kem­ur einnig fram að snjall­for­ritið sem tekið var fyrst í notk­un sum­arið 2020 hafi kostað Fiski­stofu tæp­ar 16,2 millj­ón­ir króna og var hug­búnaður­inn unn­inn af verk­tök­um fyr­ir stofn­un­ina sem í þessu til­felli endaði sem eig­andi hug­búnaðar­ins, en notk­un hug­búnaðar­ins verður eins og fyrr seg­ir úr sög­unni um mánaðamót­in.

Fiskistofa er ekki eigandi rafrænu afladagbókarinnar sem stofnunin greiddi 33 …
Fiski­stofa er ekki eig­andi ra­f­rænu afla­dag­bók­ar­inn­ar sem stofn­un­in greiddi 33 millj­ón­ir fyr­ir. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Dug­ar Excel?

Mik­ill­ar óánægju hef­ur gætt með ákvörðun Fiski­stofu, sér­stak­lega meðal strand­veiðisjó­manna sem telja sig geta þurft að greiða Trackwell á fimmta tug þúsunda til að sinna upp­lýs­inga­skyldu sinni.

Þá hef­ur heyrst meðal nokk­urra strand­veiðisjó­manna að þeir hygg­ist skila af­la­upp­lýs­ing­um í Excel sem þeir telja upp­fylla skil­yrði gild­andi reglu­gerðir um ra­f­ræn skil á af­la­upp­lýs­ing­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina