Fiskistofa velti kostnaði yfir á smábátasjómenn

Landssamband smábátaeigenda telja Fiskistofu skorta „lagaheimild til þess að færa …
Landssamband smábátaeigenda telja Fiskistofu skorta „lagaheimild til þess að færa innheimtu eftirlitsgjalda yfir til einkaaðila,“ að því er fram kemur á vef LS. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda (LS) leggst gegn áform­um Fiski­stofu um að gera óvirk þau kerfi sem hafa verið notuð fyr­ir skil á af­la­upp­lýs­ing­um og þannig velta kostnaði yfir á smá­bata­eig­end­ur, að því er fram kem­ur í færslu á vef LS. Ger­ir LS kröfu um gjald­frjálsa leið til að skila af­la­upp­lýs­ing­um.

Fiski­stofa til­kynnti í byrj­un mánaðar að snjall­for­rit og vefviðmót sem stuðst hef­ur verið við verði gert óvirkt frá og með 1. apríl. Vakti stofn­un­in at­hygli á því að not­end­um væri frjálst að hanna eig­in hug­búnað eða stofna til viðskipta við Trackwell til að skila af­la­upp­lýs­ing­um í sam­ræmi við lög og reglu­gerðir.

Full­trú­ar LS áttu fyrr í vik­unni fund með full­trú­um skrif­stofu sjáv­ar­út­vegs í Mat­vælaráðuneyt­inu vegna máls­ins og „mót­mælti LS þeirri fyr­ir­ætl­un Fiski­stofu að kostnaður vegna lög­boðinna skila á upp­lýs­ing­um til Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og Fiski­stofu sem hingað til hef­ur verið greidd­ur af hinu op­in­bera sé velt yfir á smá­báta­eig­end­ur,“ seg­ir í færsl­unni.

Skorti laga­heim­ild

Þá hef­ur LS látið vinna álits­gerð og er þar talið að Fiski­stofu skorti „laga­heim­ild til þess að færa inn­heimtu eft­ir­lits­gjalda yfir til einkaaðila. Op­in­ber­ar stofn­an­ir geta ekki ákveðið ein­hliða að út­vista gjald­töku og eft­ir­liti til einkaaðila, held­ur þarf til þess skýra heim­ild frá lög­gjaf­an­um.“

Einnig vöktu full­trú­ar LS at­hygli starfs­manna ráðuneyt­is­ins á að „mark­mið laga um veiðigjald væri að standa straum af  kostnaði við eft­ir­lit og stjórn­sýslu fisk­veiða- og vinnslu, er veiðigjald­inu þannig ætlað að standa straum af kostnaði m.a. kostnaði við hug­búnaðarþróun sem eyk­ur skil­virkni stjórn­sýsl­unn­ar.“

mbl.is