Fyrsti togari til Patreksfjarðar í áratugi

Togarinn Tobis var smíðaður 2009 og mun fá nafnið Vestri. …
Togarinn Tobis var smíðaður 2009 og mun fá nafnið Vestri. Hann verður fyrst og fremst gerður út á rækju. Ljósmynd/Båtbygg AS

Útgerðarfyr­ir­tækið Vestri ehf. á Pat­reks­firði gekk í gær frá samn­ingi um kaup á norska frysti­tog­ar­an­um Tobis með það fyr­ir sjón­um að gera hann út á rækju- og bol­fisk­veiðar. Tog­ar­inn ligg­ur við bryggju í Hafnar­f­irði og þangað fóru full­trú­ar vest­firsku út­gerðar­inn­ar í loka­skoðun áður en gengið var frá kaup­samn­ingi.

Við loka­skoðun var Tobis tek­inn í slipp í Hafnar­f­irði þar sem botn­inn var skoðaður og skipið allt yf­ir­farið, útk­sýr­ir Sig­urður Viggós­son, fram­kvæmda­stjóri og hlut­hafi í Vestra ehf. „Sam­göngu­stofa tek­ur hann líka út. Við erum að flytja hann til lands­ins og þarf hann að full­nægja ís­lensk­um regl­um varðandi ör­ygg­is­búnað.“

46 árum yngri

Með kaup­un­um er verið að end­ur­nýja skipa­kost fyr­ir­tæk­is­ins að sögn Sig­urðar og er óhætt að segja að tölu­verð breyt­ing verði með til­komu nýja skips­ins. Um ára­bil hef­ur verið gert út á drag­nóta- og tog­bát­inn Vestra BA-63 sem smíðaður var 1963 og er orðinn 59 ára. Vestri er 28,9 metr­ar að lengd, 8,1 metr­ar að breidd og 293 brútt­ót­onn.

Tobis var smíðaður af Kar­sten­sens-skipa­smíðastöðinni í Dan­mörku 2009 fyr­ir danska út­gerð og seld­ur til Nor­egs árið 2018 þar sem Tom­a­fisk AS gerði tog­ar­ann út.

Skipið er 46 árum yngri en Vestri BA og mun stærra; alls 39,9 metr­ar að lengd og tíu metra breiður. Um er að ræða tveggja trolla tog­ara sem er full­bú­inn til veiða, að sögn Sig­urðar sem bæt­ir við að aðbúnaður áhafn­ar­inn­ar muni batna tölu­vert með nýja skip­inu. Þá sé það eina sem þarf til að skipið verði klárt „smá ís­lensk­ar lag­fær­ing­ar“ út­skýr­ir hann.

Tobis er myndarlegt skip.
Tobis er mynd­ar­legt skip. Ljós­mynd/​Atlantic Shipp­ing

Kát­ir á Patró

Nýja skipið mun fá nafnið Vestri eins og fyr­ir­renn­ari þess og verður Jón Árna­son skip­stjóri, en hann er einnig hlut­hafi í út­gerðinni.

„Við erum bara kát­ir vest­ur á Patró með að við séum að fá loks­ins tog­ara eft­ir ára­tugi,“ seg­ir Sig­urður. Áætlað er að tog­ar­inn sigli til Pat­reks­fjarðar á næstu dög­um og hefji veiðar á næstu vik­um. „Hann verður aðallega á rækju yfir árið og svo bol­fisk­veiðum ein­hverja mánuði.“

mbl.is
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: