Síldarvinnslan hagnast um 11 milljarða króna

Gunnþór B. Ingason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór B. Ingason, forstjóri Síldarvinnslunnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Hagnaður Síld­ar­vinnsl­unn­ar nam um 87,4 millj­ón­um Banda­ríkja­dala á síðasta ári, sam­an­borið við 39,3 millj­on­ir dala árið áður. Hagnaður fé­lags­ins jókst því um 120% á milli ára. Ef miðað er við meðal­gengi á liðnu ári nem­ur hagnaður­inn um 11,1 millj­arði króna.

Þetta kem­ur fram í árs­upp­gjöri Síld­ar­vinnsl­unn­ar sem birt var nú síðdeg­is.

Tekj­ur fé­lags­ins juk­ustu um 32% á milli ára í fyrra og námu 237 millj­ón­um dala. Rekstr­ar­gjöld fé­lags­ins juk­ustu um 27% og námu 152,5 millj­ón­um dala. Eig­in­fjár­hlut­fall fé­lags­ins var 67% í árs­lok, sam­bæri­legt því sem það var á fyrra ári. Þá kem­ur fram í upp­gjör­inu að fé­lagið greiddi um tvo millj­arða króna í tekju­skatt á síðasta ári.

Stjórn hef­ur lagt til við aðal­fund að greidd­ur verði um 3,4 millj­arða króna arður til hlut­hafa vegna reikn­ings­árs­ins 2021 og er það sam­kvæmt arðgreiðslu­stefnu fé­lags­ins.

Í fjár­festa­kynn­ingu fé­lags­ins kem­ur fram að sala á afurðum fé­lags­ins til Asíu var á síðasta ári um 13%, sam­an­borið við aðeins 3% árið áður. Á móti hef­ur sala til Vest­ur-Evr­ópu dreg­ist sam­an um tíu pró­sentu­stig, og var 61% í fyrra, en sala til Aust­ur-Evr­ópu (23%) og Am­er­íku (3%) er óbreytt á milli ára.

Gunnþór B. Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, seg­ir í til­kynn­ing­unni að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eins og Síld­ar­vinnsl­an eigi að hafa sterk­an efna­hag svo unnt sé að tak­ast á við þær sveifl­ur sem ein­kennt geta ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg og gera þeim kleift að mæta áskor­un­um eins og birt­ast núna með hörm­ung­un­um í Úkraínu. Fram kem­ur í fjár­festa­kynn­ing­unni að um 10%-12% af veltu Síld­ar­vinnsl­unn­ar komi frá Úkraínu en markaður­inn hafi vaxið eft­ir að Rúss­land lokuðu á inn­flutn­ing til Rúss­lands árið 2015.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina