Litlar líkur á að kvótinn náist

Viðgerð á loðnunót á miðri vertíð kallar á snör handtök …
Viðgerð á loðnunót á miðri vertíð kallar á snör handtök og fima fingur. Á myndinni vinna þeir Birgir Guðjónsson, Sigurður Sveinsson og Jón Garðar Einarsson við að skipta út nótaefni í poka Ísleifs VE 63. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Eft­ir er að veiða hátt í þriðjung loðnu­kvót­ans upp á 686 þúsund tonn og tel­ur Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um, litl­ar lík­ur á að sá afli ná­ist. Komi ekki nýj­ar loðnu­göng­ur séu ekki marg­ir dag­ar eft­ir af vertíðinni.

Loðnu­skip­in voru flest á norðan­verðum Faxa­flóa í gær og byrjuðu að kasta upp úr há­degi þegar veður hafði gengið niður. Loðnan sem feng­ist hef­ur síðustu daga er kom­in ná­lægt hrygn­ingu. Sig­ur­geir seg­ir að út­lit sé fyr­ir að menn nái ekki að veiða það sem hugsað var fyr­ir hrogna­vinnslu og það hafi um­tals­vert tekjutap í för með sér.

„Það þarf mikið að breyt­ast til að menn nái mark­miðum sín­um á vertíðinni,“ seg­ir Sig­ur­geir. „Enn eina ferðina er vont veður fram und­an og þessi vertíð hef­ur verið ein sam­felld bræla. Flot­inn er bú­inn að veiða yfir 460 þúsund tonn frá því í des­em­ber, en samt hef­ur all­an tím­ann vantað þétt­leika í göng­urn­ar, sem hafa oft­ast verið dreifðar og slitn­ar í sund­ur. Ég veit ekki hvað hef­ur valdið því, en það er vitað að veðrið hef­ur áhrif.“

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, Binni, er fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son.

Ekki úrkula von­ar

Sig­ur­geir seg­ist þó ekki úrkula von­ar um að vestanganga komi, loðna finn­ist fyr­ir Norður­landi eða minni göng­ur komi með Suður­land­inu.

Spurður um mögu­leika á slíku seg­ir hann að þessa dag­ana ein­beiti menn sér að veiði á hefðbundn­um slóðum eins og í Faxa­flóa og Breiðafirði. Menn fari ekk­ert að leita meðan von sé um afla þar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: