Rekstur hugbúnaðar ekki í verkahring Fiskistofu

Ögmundur Haukur Knútsson, forstjóri Fiskistofu. Stofnunin telur ekki í verkehring …
Ögmundur Haukur Knútsson, forstjóri Fiskistofu. Stofnunin telur ekki í verkehring sínum að reka hugbúnað að kostnaðarlausu fyrir þá sem sækja í fiskveiðiauðlindina í atvinnuskyni. mbl.is/Þorgeir

Niðurstaða stjórn­enda Fiski­stofu um „að það sam­ræm­ist ekki hlut­verki stofn­un­ar­inn­ar að reka hug­búnað að kostnaðarlausu fyr­ir not­end­ur“ varð til þess að ákvörðun var tek­in um að smá­for­rit til afla­skrán­ing­ar og vefviðmótið afla­skr­an­ing.is yrði gert óvirkt frá og með 1. apríl.

Þetta kem­ur fram í svari Fiski­stofu við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Hef­ur Fiski­stofa lagt til að not­end­ur hanni eig­in hug­búnað eða stofni til viðskipta við Trackwell til að skila lög­bundn­um upp­lýs­ing­um um afla sem komið er með að landi.

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda (LS) hef­ur sakað Fiski­stofu um að velta kostnaði af skrán­ingu yfir á smá­báta­eig­end­ur og án laga­heim­ild­ar út­vista gjald­töku og eft­ir­lit til einkaaðila. Þá hef­ur LS jafn­framt mót­mælt ákvörðun­inni á fundi með full­trú­um skrif­stofu sjáv­ar­út­vegs í Mat­vælaráðuneyt­inu.

Kveðst ekki út­hýsa eft­ir­liti

Þess­um full­yrðing­um hafn­ar Fiski­stofa í svari sínu. „Fiski­stofa er ekki að út­hýsa afla­dag­bók­ar­skil­um né eft­ir­liti með þeim til einka­fyr­ir­tækja. Fiski­stofa er ein­ung­is að hætta að út­vega formið til að skila af­la­upp­lýs­ing­um.“

Þá hafi stofn­un­inni áður verið skylt sam­kvæmt lög­um að út­vega afla­dag­bæk­ur þegar upp­lýs­inga­skil voru á papp­ír og heim­ilt að inn­heimta gjald fyr­ir þann kostnað sem því fylgdi. „Með til­komu sta­f­rænna lausna í at­vinnu­lífi og stjórn­sýslu var ákveðið að stefna að því að gera skil­in á af­la­upp­lýs­ing­um ra­f­ræn og var skylda Fiski­stofu að út­vega afla­dag­bæk­ur felld úr gildi með lög­um 2020.“

Jafn­framt seg­ir að mestu skipti að stofn­un­in geti tekið við upp­lýs­ing­um „frá þeim sem stunda veiðar í at­vinnu­skyni og ekki sé hægt að leggja þær skyld­ur á eft­ir­litsaðila að standa straum að kostnaði sem at­vinnu­grein­inni er skylt að standa skil á. Það sé hluti af sjálf­sögðum rekstr­ar­kostnaði þeirra sem nýta auðlind­ina að út­vega þau tæki sem þarf til að nýta hana með ábyrg­um hætti og tryggja eigið ör­yggi.“

Smáforrit Fisksitofu verður óvirkt frá 11. apríl.
Smá­for­rit Fisksitofu verður óvirkt frá 11. apríl. Mynd/​Fiski­stofa

Kostnaður óveru­leg­ur

Fiski­stofa tel­ur kostnað ein­staka not­enda við notk­un hug­búnaðar frá Trackwell ekki háan og seg­ir hann vera á bil­inu 5.600 til 67.000 krón­ur á ári eft­ir því hve marg­ar land­an­irn­ar eru

„Lík­ur eru á að kostnaður­inn gæti lækkað enn frek­ar þar sem Fiski­stofa hef­ur sett upp al­menna vefþjón­ustu þar sem öll­um er frjálst að tengja hug­búnað á móti til sta­f­rænna skila á ra­f­rænni afla­dag­bók. Þegar hafa önn­ur fyr­ir­tæki sett sig í sam­band við Fiski­stofu vegna áhuga á þróun smá­for­rita til skila á afla­dag­bók. Trackwell er þó enn sem komið það eina sem hafi lokið þeirri þróun og miða ár­leg verð sem vísað er til að ofan við til­boð þeirra. Nýj­ar lausn­ir gætu þó lækkað kostnaðinn enn frek­ar.“

Þá er vak­in at­hygli á því að stærri skip ís­lenska fiski­skipa­flot­ans hafa þegar tekið í notk­un ra­f­ræn­ar afla­dag­bæk­ur og greiða fyr­ir þá notk­un.

mbl.is