Leikkonan Sydney Sweeney er ein heitasta leikkonan í dag en hún fer meðal annars með eitt af aðalhlutverkunum í þáttunum Euphoria og The White Lotus. Sweeney er nýtrúlofuð en það kom ekki í veg fyrir smá frí til Havaí.
„72 tíma frí, leyfum fjörinu að byrja,“ skrifa Sweeney á Instagram og birti mynd af sér á sundfötum við sunlaugarbakka. Hún er stödd á eyjunni O'ahu sem er þriðja stærsta eyjan á Havaí eyjaklasanum.
Hin 24 ára gamla Sweeney ætti að þekkja það vel hvernig er að vera á hóteli á Havaí en hún fór með hlutverk í The White Lotus en þættirnir gerðust á samnefndu hóteli á Havaí.
Ekki eru nema nokkrir dagar síðan fréttist af trúlofun Sweeney og Jonathan Davino en Sweeney var mynduð með stóran demantshring í Los Angeles í lok febrúar. Sweeney og hinn 37 ára gamli Davino hafa verið saman síðan árið 2018.