Miklir gallar voru á smáforriti Fiskistofu

Fiskistofa segir aflaskráningarforrit sem það lér gera hafa verið „erfitt …
Fiskistofa segir aflaskráningarforrit sem það lér gera hafa verið „erfitt í uppfærslu, óþarflega flókið í notkun og önnur vandkvæði komu í ljós þegar appið var sett í notkun.“ Mynd/Fiskistofa

Smá­for­rit til afla­skrán­ing­ar sem Fiski­stofa þróaði og kostaði stofn­un­ina rúm­ar 16 millj­ón­ir reynd­ist búið svo mikl­um vand­kvæðum að ekki var unnt að nota það. Þrátt fyr­ir að Fiski­stofu hafi verið veitt­ur styrk­ur frá sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyt­inu á sín­um tíma til að hanna for­ritið var ekki veitt fjár­magn til að reka eða þjón­usta það.

Þetta er meðal þess sem má lesa úr svari Fiski­stofu við spurn­ing­um Morg­un­blaðsins um ákvörðun stofn­un­ar­inn­ar um að gera for­ritið, sem hef­ur verið í notk­un í inn­an við tvö ár, óvirkt frá og með 1. apríl.

Það var Fiski­stofa sem sjálf þróaði for­ritið sem ætlað var snjallsím­um og spjald­tölv­um og átti að ein­falda skil á af­la­upp­lýs­ing­um. „Þegar það verk­efni hófst var það mjög van­metið í um­fangi og flækj­u­stigi. Því miður þá var appið þannig gert að það var erfitt í upp­færslu, óþarf­lega flókið í notk­un og önn­ur vand­kvæði komu í ljós þegar appið var sett í notk­un.“

Óánægðir not­end­ur

„Því var ljóst að fara þyrfti í þá vinnu að end­ur­smíða appið. Slík end­ur­smíði var met­in afar kostnaðar­söm og metið svo að ef Fiski­stofa færi í þá vinnu yrði að koma til gjald­töku fyr­ir afla­dag­bæk­ur, [...] en þessi gjald­töku­heim­ild hef­ur ekki verið nýtt fram til þessa og Fiski­stofa tekið á sig all­an kostnað vegna upp­setn­ing­ar og rekst­urs afla­dag­bók­arapps,“ seg­ir í svar­inu.

Í sam­ræðum við hags­munaðila í sjáv­ar­út­vegi og aðila í hug­búnaðargerð kom í ljós að not­end­ur for­rits­ins töldu það „ekki nógu þjált í notk­un“ og að smíða þyrfti for­ritið á ný frá grunni. Jafn­framt hafi borið á áhuga aðila í hug­búnaðargerð að smíða afla­skrán­ing­ar­for­rit af þess­um toga sem hluta af stærra kerfi sem einnig væri fært að halda utan um aðra þætti eins og til að mynda ol­íu­notk­un. „Svipað kerfi hef­ur verið í rekstri, óháð Fiski­stofu, til afla­skrán­inga o.fl. fyr­ir stærri skip. Voru því jafn­ræðis- og sam­keppn­is­sjón­ar­mið einn af þeim þátt­um sem horft var til í aðdrag­anda ákvörðunar,“ út­skýr­ir Fiski­stofa.

Jafn­framt myndi rekst­ur for­rits­ins kalla á sól­ar­hringsþjón­ustu sem Fiski­stofa myndi þurfa að standa straum af.

Í ljósi fyrr­greindra atriða og að Fiski­stofu ber ekki skylda til að reka smá­for­rit af þess­um toga var mat Fiski­stofu að far­sæl­ast yrði að ljúka notk­un for­rits­ins.

30 millj­óna kostnaður

Stofn­kostnaður við gerð snjall­for­rits­ins var tæp­ar 16,5 millj­ón­ir króna og styrkti sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneytið verk­efnið um 10 millj­ón­ir. „Styrk­ur ráðuneyt­is­ins gerði hins veg­ar ekki ráð fyr­ir kostnaði vegna rekst­urs apps­ins og þjón­ustu,“ seg­ir Fiski­stofa.

Stofn­un­in vek­ur í svari sínu at­hygli á að á ár­un­um 2019 til 2022 hef­ur kostnaður vegna upp­færslna og aðkeyptr­ar vinnu við þjón­ustu verið rétt rúm­ar 11 millj­ón­ir og kostnaður vegna hýs­ing­ar rúm­ar 2,5 millj­ón­ir. Hug­búnaðaðarkóði for­rits­ins hef­ur verið gerður aðgengi­leg­ur þeim sem vilja nýta hann við þróun á nýju for­riti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: