Börkur aflamestur það sem af er ári

Skipverji á Víkingi AK fylgist með þar sem skipverjar á …
Skipverji á Víkingi AK fylgist með þar sem skipverjar á Berki NK eru að draga, til hægri er Guðrún Þorkelsdóttir SU á siglingu. Börkur er aflamesta loðnuskipið það sem af er ári og hefur landað 29.499 lestum. mbl.is/Börkur Kjartansson

Frá ára­mót­um hafa ís­lensku loðnu­skip­in landað um 393.861 lest­um af loðnu og eru skip Síld­ar­vinnsl­unn­ar áber­andi afla­mest en góður afli hef­ur verið hjá flest­um skip­um enda óvenju stór vertíð. Alls hafa fimm afla­mestu skip­in það sem af er ári landað rúm­lega 32% af loðnu­afl­an­um en ört stytt­ist í að vertíðinni lýk­ur.

Börk­ur NK-122, sem Síld­ar­vinnsl­an ger­ir út, er afla­mesta loðnu­skipið það sem af er ári og hef­ur náð 29.499 lest­um, að því er fram kem­ur í gögn­um Fiski­stofu. Syst­ur­skip Bark­ar er næst afla­mesta loðnu­skipið og hef­ur Vil­helm Þor­steins­son EA-11, sem Sam­herji ger­ir út, landað 28.493 lest­um.

Vilhelm Þorsteinsson EA hefur náð næst mest af loðnu.
Vil­helm Þor­steins­son EA hef­ur náð næst mest af loðnu. Ljós­mynd/Þ​ór­hall­ur Jóns­son

Þá er Beit­ir NK-123, einnig gert út af Síld­ar­vinnsl­unni, þriðja afla­mesta loðnu­skipið með 24.153 lesta afla. Heima­ey VE-1, skip Ísfé­lags Vest­manna­eyja, er í fjórða sæti með 22.329 lest­ir og í fimmta er Ven­us NS-150 með 21.839 lest­ir en það skip er gert úr af Brim.

Alls hafa 22 ís­lensk skip landað loðnu frá ára­mót­um en 17 þeirra hafa landað minna en 20 þúsund lest­um.

42 þúsund lest­ir í mars

Það sem af er mars­mánuði hafa ís­lensku loðnu­skip­in landað 42.363 lest­um af loðnu og hef­ur Börk­ur einnig verið afla­mesta skipið á þessu tíma­bili með 3.274 lest­ir. Jafn­framt er Vil­helm Þor­steins­son næst afla­mesta skipið það sem af er mánuði með 3.124 lest­ir.

Það er hins veg­ar skip Loðnu­vinnsl­unn­ar, Hof­fell SU-80, sem nær þriðja sæt­inu og hef­ur landað 2.788 tonn­um það sem af er mars­mánuði. Þétt á eft­ir fylg­ir Vík­ing­ur AK-100, sem Brim ger­ir út, með 2.761 lest. Þá er Heima­ey með fimmta mesta afl­an það sem af er mars.

Fimm afla­mestu skip­in eru sam­an­lagt með 14.640 lest­ir og er það 34,5% af þeim afla sem landað hef­ur verið í mánuðinum. Fjöldi skipa sem hafa landað í mars er sami og hef­ur landað frá ára­mót­um, alls 22.

Hoffell er með þriðja mesta loðnuafla það sem af er …
Hof­fell er með þriðja mesta loðnu­afla það sem af er mars. mbl.is/​Börk­ur Kjart­ans­son
mbl.is