„Það er nánast aldrei friður“

Áhafnir loðnuskipanna fagna líklega hverjum degi sem veðrið er ekki …
Áhafnir loðnuskipanna fagna líklega hverjum degi sem veðrið er ekki að trufla gang veiða en tíðar lægðir hafa einkennt vertíðina. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Hreinn Sigurðsson

Ein stærsta loðnu­vertíð síðari tíma er á loka­metr­un­um og er óhætt að segja að veðurfarið hef­ur strítt ís­lensku loðnu­skip­un­um sem og skip hinna strand­ríkj­anna. Lík­lega tekst þeim ekki að ná öll­um þeim afla sem þeim hef­ur verið út­hlutað.

„Það er nán­ast aldrei friður. Enda­laus­ar bræl­ur og virðist ekki vera neitt lát á þeim. Þetta ætl­ar bara ekki að taka enda,“ var haft eft­ir Hálf­dani Hálf­dan­ar­syni, skip­stjóra á Berki NK, fyrr í dag á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Systurskipin Vilhelm Þorsteinsson EA og Börkur NK á loðnumiðunum.
Syst­ur­skip­in Vil­helm Þor­steins­son EA og Börk­ur NK á loðnumiðunum. mbl.is/​Börk­ur Kjart­ans­son

Seg­ir þar að loðnu­skip­in sem kom­in eru aust­ur eða eru á leið þangað séu með mis­mik­inn afla um borð og að stefn­an sé að vinna hrogn úr eins miklu mögu­legt er. Græn­lenska skipið Pol­ar Amar­oq landaði afla til hrogna­vinnslu í Norðfjarðar­höfn í gær og í gær­kvöldi kom þangað Pol­ar Amma­sak með 2.200 tonn.

Í dag kom síðan Vil­helm Þor­steins­son EA með 1.340 tonn og Beit­ir NK með 880 tonn auk þess sem Há­kon EA er mætt­ur mep 400 tonn. Þá voru á land­leið Bjarni Ólafs­son AK og Barði NK með sitt hvor 500 tonn­in.

Haft var eft­ir Hafþóri Ei­ríks­syni, verk­smiðustjóra í Nes­kaupstað, að vinnsla hrogna með nýj­um búnaði gengi afar vel.

mbl.is