Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir er í lausagangi eftir að upp úr sambandi hennar og Gísla Elmarssonar slitnaði. Þau hnutu um hvort annað á ný fyrir um ári síðan en þá höfðu þau verið vinir lengi eða frá því þau voru ungmenni.
Ásdís Rán segir í samtali við Smartland að þau hafi verið miklu meiri vinir en kærustupar. Hún segir að þau muni að sjálfsögðu halda í sinn gamla vinskap þótt sambandið hafi ekki virkað.
„Við áttum skemmtilegan tíma saman sem varði í ár. Við eyðum oft tíma saman þótt við séum ekki lengur par,“ segir Ásdís Rán.