Ekki vitað hvað vertíðin stendur lengi

Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, kveðst ekki vita frekar en …
Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar, kveðst ekki vita frekar en aðrir hve lengi loðnuvertíðin mun vara. Ljósmynd/Aðsend

„Al­mennt segj­um við allt gott hér á Fá­skrúðsfirði, það þýðir ekk­ert annað,“ seg­ir Friðrik Mar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar. „Við vit­um ekki frek­ar en aðrir hvað þessi vertíð stend­ur lengi og ég held það sé ekki al­menni­legt veiðiveður í kort­un­um fyrr en á laug­ar­dag, sunnu­dag.“

„Þá er spurn­ing hvort loðnan verður búin að hrygna og hvaða áhrif bræl­an hef­ur haft. Ég held að það sem var út af Snæ­fellsnesi um síðustu helgi geti þó verið óhrygnt,“ seg­ir Friðrik.

Um 170 starfs­menn vinna allt árið hjá Loðnu­vinnsl­unni, sem er um 40% af vinn­andi fólki í bæn­um. Fyr­ir­tækið er lang­stærsti vinnu­veit­and­inn á Fá­skrúðsfirði. All­margt fólk af er­lend­um upp­runa starfar hjá fyr­ir­tæk­inu.

„Margt af þessu fólki hef­ur verið hjá okk­ur í 15-20 ár og það er spurn­ing hversu lengi við töl­um um út­lend­inga í þessu sam­bandi. Staðreynd­in er sú að þetta fólk kann vel til verka og er okk­ur lífs­nauðsyn­legt,“ seg­ir Friðrik.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: