Langir dagar í loðnuvinnslu

Framleiðslustjórinn Þorri Magnússon og verkstjórarnir Steinar Grétarsson og Grétar Arnþórsson …
Framleiðslustjórinn Þorri Magnússon og verkstjórarnir Steinar Grétarsson og Grétar Arnþórsson gáfu sér tíma til að fá sér kaffi. mbl.is/Albert Kemp

Í Loðnu­vinnsl­unni á Fá­skrúðsfirði hef­ur verið mik­il vinna frá ára­mót­um og nán­ast stöðug all­an sól­ar­hring­inn síðan hrogna­vinnsl­an hófst. Spurður um markaði seg­ir Friðrik Mar Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri að í heild­ina sé út­lit fyr­ir að ágætt verð fá­ist fyr­ir afurðir.

Erfitt sé með sam­an­b­urð við síðasta ár þegar kvóti var lít­ill og tvö ár á und­an var eng­in loðna veidd. Nú sé verð fyr­ir mjöl og lýsi hátt, mun lægra en í fyrra fyr­ir hrognaloðnu, óvissa sé með fros­inn hæng sem meðal ann­ars hef­ur farið til Úkraínu og Hvíta-Rúss­lands, og ekki sé á þess­ari stundu hægt að segja fyr­ir um verðmæt­ustu afurðina, loðnu­hrogn til Asíu.

Friðrik Mar Guðmundsson
Friðrik Mar Guðmunds­son Ljós­mynd/​Aðsend

Magnið ræður miklu um verð

„Um verð fyr­ir loðnu­hrogn­in er lítið hægt að segja fyrr en fyr­ir ligg­ur hvert fram­leiðslu­magnið verður. Verður það 15 þúsund tonn eða 20 þúsund tonn, sem ég tel reynd­ar ólík­legt. Magnið hef­ur eðli­lega mik­il áhrif á verðið, en loðnu­hrogn koma nán­ast ein­göngu frá Íslandi. Ég leyfi mér þó að vera þokka­lega bjart­sýnn,“ seg­ir Friðrik.

Loðnu­vinnsl­an er með lítið hlut­fall loðnu­kvót­ans eða tæp­lega 1,8% af heild­inni, rúm 11 þúsund tonn, sem skip fyr­ir­tæk­is­ins, Hof­fell SU 80, veiðir. Þá keypti fyr­ir­tækið 15 þúsund tonn eða 40% af svo­kölluðum 5,3% potti og eru heim­ild­irn­ar því alls rúm­lega 26 þúsund tonn. Hof­fellið er búið að veiða 19.200 tonn og á eft­ir 7.200 tonn.

Þetta seg­ir þó aðeins hálfa sög­una og af­kasta­get­an á Fá­skrúðsfirði er tals­vert meiri en sem þessu nem­ur. Þar er búið að landa um 45 þúsund tonn­um frá ára­mót­um. Norðmenn lönduðu þar rúm­um tíu þúsund tonn­um og fær­eysku skip­in Götu­nes, Þránd­ur í Götu og Finn­ur Fríði hafa landað um 10 þúsund tonn­um, sem ein­göngu hafa farið í hrogna­vinnslu. Þá hef­ur græn­lenska skipið Tasilaq einnig landað hrognaloðnu á Fá­skrúðsfirði.

Götunes og Þrándur í Götu í Fáskrúðsfirði í vikunni, Skipin …
Götu­nes og Þránd­ur í Götu í Fá­skrúðsfirði í vik­unni, Skip­in hafa nú lokið vertíð sinni við Ísland. mbl.is/​Al­bert Kemp

Stöðugt á útkikki

„Við erum með lít­inn upp­sjáv­ar­kvóta og þurf­um stöðugt að vera á útkikki og skjóta gæs­ina þegar hún flýg­ur yfir,“ seg­ir Friðrik. „Okk­ur hef­ur gengið vel að fá skip í viðskipti og í hrogn­um erum við að nálg­ast 2.500 tonn, en í fyrra fryst­um við um 600 tonn. Þess­um öfl­ugu skip­um Fær­ey­inga hef­ur gengið vel og kvóti þeirra er eins og annarra miklu stærri en í fyrra. Þeir hafa lagt áherslu á hrogn­in í ár og að mestu landað hjá okk­ur. Norðmenn mega hins veg­ar ekki veiða eft­ir 22. fe­brú­ar og það sem þeir lönduðu hjá okk­ur fór að mestu í mjöl og lýsi.“

Friðrik áætl­ar að fyr­ir síðustu helgi hafi hrogna­fram­leiðslan á land­inu öllu numið um sex þúsund tonn­um, sem er aðeins minna en fram­leitt var sam­tals síðasta vet­ur. Vel hafi síðan veiðst um helg­ina og þegar unnið hafi verið úr þeim afla gæti magnið nálg­ast alls tíu þúsund tonn, sem sam­svar­ar veiði á hátt í 70 þúsund tonn­um af loðnu, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Friðriks.

Hver dag­ur dýr­mæt­ur

Hann bend­ir á að menn hafi aðeins um tvær vik­ur í lok vertíðar til að veiða loðnu til hrogna­vinnslu og frá­taf­ir vegna veðurs hafi mik­il áhrif eins og und­an­farið. Einnig megi miða við að æski­leg­ur hrognaþroski til að frysta kven­loðnu sé um tvær vik­ur og þar hafi veður áhrif og áta. Hver dag­ur sé því dýr­mæt­ur og frá­taf­ir und­an­farið geti skipt miklu um lok­aniður­stöðuna.

Nú er eft­ir að veiða um 200 þúsund tonn af 685 þúsund tonna kvóta Íslend­inga. Friðrik tel­ur litl­ar lík­ur á að sá kvóti ná­ist all­ur og það hafi áhrif á verð á afurðum.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: