Engu nær samningum um makríl

Ekki hefur tekist að finna áættanlega niðurstöðu í skiptingu hlutdeilda …
Ekki hefur tekist að finna áættanlega niðurstöðu í skiptingu hlutdeilda í makrílveiðunum. Næsti fundur verður í maí. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki náðist sam­komu­lag um skipt­ingu veiðiheim­ilda í mak­ríl milli Íslands, Græn­lands, Fær­eyja, Bret­lands, Nor­egs og Evr­ópu­sam­bands­ins á samn­inga­fundi í London í síðustu viku. Þetta kem­ur fram á vef sam­taka norskra út­gerðarmanna, Fiskebåt.

Þar seg­ir að lögð hafi verið fram rann­sókna­skýrsla um dreif­ingu og svæðisteng­ingu mak­ríls í efna­hagslög­sög­um ríkj­anna og alþjóðlegu hafsvæði.

Full­trú­ar Norðmanna lögðu sér­staka áherslu á svæðisteng­ingu mak­ríl­stofns­ins og að það sé mik­il­væg­asta viðmiðið í ákvörðun um hlut­deild­ir strand­ríkj­anna. Norðmenn full­yrða jafn­framt að mak­ríll­inn sé með stærri út­breiðslu í norskri lög­sögu en áður og sé með stærra hrygn­ing­ar- og upp­eld­is­svæði við Nor­egs­strend­ur.

Útbreiðsla kolmunna makríls og norsk-íslenskrar síldar. Engir samningar eru til …
Útbreiðsla kol­munna mak­ríls og norsk-ís­lenskr­ar síld­ar. Eng­ir samn­ing­ar eru til staðar um skipt­ingu afla­hlut­deild­ar milli strandrríkj­anna. Kort/​mbl.is

Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, hef­ur áður sagt ljóst eð svæðisteng­ing geti ekki verið eina for­senda skipt­ing­ar veiðiheim­ilda milli ríkja og að Norðmenn neita að horfa til annarra þátta. Þá hef­ur hún gagn­rýnt að svæðisteng­ing taki ekki til­lit til þess hvar fiski­stofn­ar hrygna, vaxa, leita ætis og þyngj­ast auk þess sem út­breiðsla fiski­stofns get­ur verið breyti­leg­ur frá einu ári til ann­ars.

Von­ast eft­ir fram­förum fyr­ir 2023

Ekki var samið að þessu sinni og verður næst fundað 10. og 11. maí.

Audun Maråk, fram­kvæmda­stjóri Fiskebåt, ver í norsku sendi­nefnd­inni og seg­ir á vef sam­tak­anna umá­hersl­ur á næsta fundi: „Lík­lega verður það svæðisteng­ing, reglu­gerðir og dreif­ing eins og í fyrra. Annað mun koma á óvart, en við get­um von­ast eft­ir meiri fram­förum fyr­ir árið 2023.“

Audun Maråk, framkvæmdastjóri Fiskebåt, samtaka norskra útgerðarmanna.
Audun Maråk, fram­kvæmda­stjóri Fiskebåt, sam­taka norskra út­gerðarmanna. Ljós­mynd/​Fiskebåt
mbl.is