Gísli Marteins náði 3 tonnum á laugardag

Gísli Marteinsson var glaður með sinn afla enda náði hann …
Gísli Marteinsson var glaður með sinn afla enda náði hann þremur tonnum. mbl.is/Alfons

Smærri bát­ar komust á sjó um helg­ina eft­ir lang­an óveður­skafla og var afli góður hjá þeim bát­um sem róa á hand­færa­veiðum.

Gísli Marteins­son var glaður á laug­ar­dag þegar hann kom að landi í Ólafs­vík á bát sín­um Glað SH með 3 tonn af flott­um þorski. Hand­færa­bát­ur­inn Hilm­ir SH var með 1,5 tonn og Katrín ll SH með um eitt tonn.

Neta­bát­ur­inn Bárður SH landaði 105 tonn­um á Rifi á laug­ar­dag í tveim­ur lönd­un­um, en þetta er afli miðað við hafn­ar­vog og á þá eft­ir að draga krap og ís­inn frá.

Þrátt fyr­ir góða veiði á hand­fær­un­um var lítið hjá línu­bát­um og kenna menn um að mikið af loðnu er í Breiðarf­irði og vill þorsk­ur­inn því ekki taka beit­una. Von­ast sjó­menn nú að veður fari að skána á næst­unni og segja að nóg sé komið af ótíð í bili.

Eins og sjá má á þessari mynd er þetta rígaþorskur …
Eins og sjá má á þess­ari mynd er þetta rígaþorsk­ur sem Gísli fékk á fær­in. mbl.is/​Al­fons
mbl.is