Heimsbyggðin „flýtur sofandi að feigðarósi“

Antonio Guterres.
Antonio Guterres. AFP

Heims­byggðin „flýt­ur sof­andi að feigðarósi í átt að lofts­lags­ham­förum“, að sögn Ant­oni­os Guter­res, aðal­rit­ara Sam­einuðu þjóðanna.

Stór hag­kerfi leyfi meng­un af völd­um kol­efn­is að aukast á sama tíma og þörf sé á að draga mjög úr henni.

Guter­res sagði á ráðstefnu 195 þjóða í London að mark­miðið um að hlýn­un jarðar auk­ist ekki um meira en 1,5 gráður væri nú þegar „í krí­tísku ástandi“.

Það að halda mark­miðinu í 1,5 gráðum þýðir að draga þarf úr út­blæstri kol­efn­is um 45% fyr­ir árið 2030, auk kol­efn­is­hlut­leys­is fyr­ir miðja öld­ina, að sögn Sam­einuðu þjóðanna.

Þrátt fyr­ir að þjóðir heims­ins fylgi Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu hvað varðar út­blást­ur þá er út­lit fyr­ir að hann auk­ist um 14% áður en þessi ára­tug­ur er á enda.

„Vand­inn er að versna,“ sagði Guter­res. „Við fljót­um sof­andi að feigðarósi í átt að lofts­lags­ham­förum.

Ef við höld­um áfram á sömu braut get­um við kysst 1,5 gráðurn­ar bless,“ bætti hann við. „Það gæti jafn­vel orðið erfitt að ná 2 gráðum.“

mbl.is