Segir Helga Seljan seilast langt

Sigurgeir segir Moshensky hafa reynst vel.
Sigurgeir segir Moshensky hafa reynst vel. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sig­ur­geir B. Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, seg­ir Helga Selj­an, blaðamann á Stund­inni, seil­ast ansi langt með því að bendla hann og Vinnslu­stöðina við Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, ein­ræðis­herra í Hvíta-Rússa­lands og Vla­dimír Pútín, for­seta Rúss­lands, í um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar um Al­ex­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræðismanns Íslands í Hvíta-Rússlandi.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá Sig­ur­geiri á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Stund­in greindi frá því í síðustu viku að ís­lensk stjórn­völd hefðu verið harðlega gagn­rýnd fyr­ir að beita sér gegn því að Mos­hen­sky, kjör­ræðismaður Íslands og fiskinn­flytj­andi í Hvíta-Rússlandi, væri beitt­ur viðskiptaþving­un­um af hálfu ESB.

Fyr­ir­tæki hans Santa Bremor flyt­ur inn mikið af fiski frá Íslandi og í um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar er sagt að hann sé kallaður „veski“ Lúka­sj­en­kó, ein­ræðis­herra Hvíta-Rúss­lands, sem á svo í ágætu sam­bandi við Pútín.

Vinnu­brögðin verðskuldi fall­ein­kunn

Í um­fjöll­un­inni kem­ur fram að þegar Mos­hen­sky hafi verið gerður að kjör­ræðismanni Íslands hafi helsta skoðunin á hon­um verið byggð á upp­lýs­ing­um sem hann af­henti sjálf­ur eða í gegn­um starfs­mann Vinnslu­stöðvar­inn­ar. En vegna mik­illa viðskipta hafi mynd­ast náin vinátta á milli hans og for­stjóra Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Í yf­ir­lýs­ingu Sig­ur­geirs seg­ir að hug­renn­inga­tengsl­in sem Helgi sé að reyna að skapa í um­fjöll­un sinni séu aug­ljós; að með viðskipt­um við Santa Bremor og aðal­eig­anda þess, Mos­hen­sky, hafi Vinnslu­stöðin og hann sjálf­ur gerst bandamaður bæði Lúka­sj­en­kó og Pútíns.

„Enn og aft­ur ger­ir Helgi Selj­an, nú hvorki meira né minna en rann­sókna­rit­stjóri, sig sek­an um vinnu­brögð sem verðskulda hreina og klára fall­ein­kunn. Það er reynd­ar ekki í fyrsta sinn sem það ger­ist þegar hann fjall­ar um mál­efni Vinnslu­stöðvar­inn­ar,“ seg­ir meðal ann­ars í yf­ir­lýs­ing­unni.

Helgi Seljan.
Helgi Selj­an.

Mos­hen­sky hafi staðið sig með prýði

Þá eru rakt­ar helstu staðreynd­ir um út­flutn­ing Vinnslu­stöðvar­inn­ar til rúss­nesku­mæl­andi ríkja og þá sér­stak­lega fjallað um þau tvö skipti sem Vinnslu­stöðin missti leyfi til inn­flutn­ings til Rúss­lands. Þá hafi Mos­hen­sky reynst vel.

Í fyrra skiptið, í ág­úst 2012, til­kynnti rúss­neska mat­væla­eft­ir­litið að það hefði fundið of mikið af til­tekn­um gerl­um í afurðum Vinnslu­stöðvar­inn­ar og lokaði á inn­flutn­ing afurða fé­lags­ins til Rúss­lands Kasakst­ans og Hvíta-Rúss­lands. Málið hafi komið til kasta Mat­væla­stofn­un­ar hér á landi og í ljós komið að meira hékk á spýt­unni. Rúss­neska mat­væla­eft­ir­litið hafi viljað fá greitt fyr­ir yf­ir­lýs­ingu um að lagi væri með afurðir Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Sig­ur­geir B. Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar. mbl.is/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son.

Hitt skiptið var haustið 2015. Þá hafði verið lagt til við ís­lenska út­flytj­end­ur að mynda sam­tök með ákveðnum inn­flutn­ings­fyr­ir­tækj­um í Rússlandi. Þau fyr­ir­tæki sem ekki gerðu það yrðu sett á bann­lista af rúss­nesk­um mat­væla­yf­ir­völd­um. Með sam­stilltu átaki sem Mos­hinsky hafi meðal annarra tekið þátt í, hafi hins veg­ar tek­ist að fjar­læga Vinnslu­stöðina og fleiri ís­lensk út­flutn­ings­fyr­ir­tæki af um­rædd­um bann­lista ári síðar.

„Í þess­um erfiðu mál­um stóðu starfs­menn ís­lenskr­ar ut­an­rík­isþjón­ustu, starfs­menn Mat­væla­stofn­un­ar – MAST, fyrr­um viðskipta­vin­ir okk­ar í Rússlandi og Al­ex­and­er Mos­hinsky, kjör­ræðismaður í Hvíta­rússlandi, sig með mik­illi prýði. Þeir sem að komu gættu hags­muna lands og þjóðar og fóru að gild­andi lög­um og alþjóðasátt­mál­um. Fyr­ir það erum við Vinnslu­stöðvar­fólk afar þakk­lát,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar.

Óttuðust að lenda aft­ur á svört­um lista

Þar seg­ir jafn­framt að stóra frétt­in sé hvernig rúss­nesk yf­ir­völd vinni. Ekki hafi verið greint frá stöðu mála fyrr op­in­ber­lega af ótta við að rúss­nesk heil­brigðis­yf­ir­völd bregðist við með því að setja Vinnslu­stöðina enn og aft­ur á svart­an lista.

„Nú er allt annað uppi á ten­ing­um. Mín­um viðhorf­um verður best lýst með því að vitna  í tölvu­póst sem ég sendi á dög­un­um til ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar í kjöl­far upp­lýs­inga­fund­ar henn­ar um stöðuna í Úkraínu. Þann fund sat ég ásamt fleir­um: 

„Við erum kom­in á þann punkt að við verðum að verja okk­ar lýðræðis­lega fyr­ir­komu­lag á Vest­ur­lönd­um og frjáls viðskipti þjóða á milli. Ef eitt­hvað er þá myndi ég styðja harðari aðgerðir og þess vegna hernaðarí­hlut­un. En auðvitað þurfa þær ákv­arðanir að byggj­ast á betri þekk­ingu en ég hef. Ein­hvers staðar verður að draga lín­una í sand­inn.““ seg­ir í póst­in­um sem vitnað er í.

mbl.is