Herjólfur aftur byrjaður að sigla í Landeyjahöfn

Herjólfur á siglingu úr Vestmannaeyjahöfn.
Herjólfur á siglingu úr Vestmannaeyjahöfn.

Herjólf­ur sigldi til Land­eyja­hafn­ar í gær­kvöldi, tvær ferðir, en skipið hef­ur lítið getað notað höfn­ina frá því upp úr ára­mót­um vegna sands í inn­sigl­ing­unni og slæms veðurs. Byrjað verður að dýpka í dag og er von­ast til að hægt verði að nota höfn­ina meira á næst­unni.

Óvenju­erfitt hef­ur verið fyr­ir Herjólf að sigla til Land­eyja­hafn­ar það sem af er ári. Það er ekki aðeins að sand­ur í höfn­inni hafi gert höfn­ina ill­færa held­ur hafa stöðugar bræl­ur gert ástandið verra. Þá fáu daga sem veður hef­ur verið stillt og öld­ur ekki of mikl­ar hef­ur verið hægt að sigla inn í höfn­ina á flóði.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: