Hval 9 verður gert til góða í slippnum

Hvalur 9 er stæðilegt skip.
Hvalur 9 er stæðilegt skip. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í élja­gangi sem gekk yfir borg­ina í gær­morg­un var Hval­ur 9 tek­inn upp í drátt­ar­braut Stálsmiðjunn­ar við Reykja­vík­ur­höfn og verður þar næstu vik­urn­ar. Á þeim tíma verður bátn­um gert til góða á marga lund; málaður, gert við botn­loka, tanka og fleira slíkt sem fylg­ir.

Verk­efnið í gær hófst ann­ars á því að vinna upp gamla máln­ingu neðan sjó­línu á bátn­um, en slíkt er gert með öfl­ugri háþrýsti­dælu. Með þessu geta þeir sem leið eiga um Mýr­ar­götu og Ægis­garð vel fylgst með enda er Slipp­ur­inn bók­staf­lega í hjarta bæj­ar­ins.

Í út­gerð og sjó­fær­ir eru Hval­ur 8 og 9 – báðir svip­sterk­ir bát­ar og fal­leg­ir – og verða til taks þegar og ef að hval­veiðum kem­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: