Í éljagangi sem gekk yfir borgina í gærmorgun var Hvalur 9 tekinn upp í dráttarbraut Stálsmiðjunnar við Reykjavíkurhöfn og verður þar næstu vikurnar. Á þeim tíma verður bátnum gert til góða á marga lund; málaður, gert við botnloka, tanka og fleira slíkt sem fylgir.
Verkefnið í gær hófst annars á því að vinna upp gamla málningu neðan sjólínu á bátnum, en slíkt er gert með öflugri háþrýstidælu. Með þessu geta þeir sem leið eiga um Mýrargötu og Ægisgarð vel fylgst með enda er Slippurinn bókstaflega í hjarta bæjarins.
Í útgerð og sjófærir eru Hvalur 8 og 9 – báðir svipsterkir bátar og fallegir – og verða til taks þegar og ef að hvalveiðum kemur.