Loðnuskipin flest við Reykjanes

Vinnsla loðnuhrogna á Akranesi.
Vinnsla loðnuhrogna á Akranesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Loðnu­skip­in voru flest að veiðum vest­an og síðan sunn­an við Reykja­nes í gær, en afli mun ekki hafa verið mik­ill. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á vef Fiski­stofu er búið að landa hátt í 506 þúsund tonn­um á vertíðinni sem byrjaði í des­em­ber. Þá eru tæp 180 þúsund tonn eft­ir af 685 þúsund tonna kvóta.

Síðan bræl­unni slotaði er leið á föstu­dag hafa skip­in leitað víða; norður með Vest­fjörðum, á Breiðafirði og í Faxa­flóa. Þá svipuðust skip á leið að aust­an eft­ir loðnu fyr­ir Norður­landi og suður með Vest­fjörðum, en án ár­ang­urs.

Það var síðan á sunnu­dag að frétt­ist af loðnu við Reykja­nesið. Þar var þokka­legt veður í gær og vonuðust menn eft­ir að loðnan á þeim slóðum þétti sig og yrði veiðan­legri. Loðnan var yf­ir­leitt kom­in að hrygn­ingu, en það var þó eitt­hvað breyti­legt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: