Heimilt til að henda hveljunum fyrir borð

Löndun grásleppu úr Garðari ÞH á Þórshöfn í fyrra..
Löndun grásleppu úr Garðari ÞH á Þórshöfn í fyrra.. Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir

Heimilt er nú að varpa hvelju gfrásleppunnar fyrir borð samkvæmt nýju bráðabirgða við reglugerð um nýtingu afla og aukaafurða sem birt var í Stjórnartíðindum í gær. Ákvæðið varðar einungis grásleppu sem veiðist á vertíð þessa árs sem hófst á sunnudag.

Grásleppusjómenn hafa haft áhyggjur af því að koma hveljum í verð og óskuðu fyrir upphaf vertíðar um heimild til að fleygja þeim. Hrogn grásleppunnar er sú afurð sem sóst er eftir á vertíðinni.

Þegar vertíðin í fyrra hófst voru þegar tugir gáma af hveljum óseldir og hefur markaðurinn haft lítinn áhuga á þeim, á þeirri vertíð varð mokveiði. Nú gæti orðið vegleg vertíð og fátt bendir til að meiri líkur sé á að koma miklu magni af grásleppuhveljum í verð.

mbl.is