Heimilt til að henda hveljunum fyrir borð

Löndun grásleppu úr Garðari ÞH á Þórshöfn í fyrra..
Löndun grásleppu úr Garðari ÞH á Þórshöfn í fyrra.. Ljósmynd/Líney Sigurðardóttir

Heim­ilt er nú að varpa hvelju gfrá­slepp­unn­ar fyr­ir borð sam­kvæmt nýju bráðabirgða við reglu­gerð um nýt­ingu afla og auka­af­urða sem birt var í Stjórn­artíðind­um í gær. Ákvæðið varðar ein­ung­is grá­sleppu sem veiðist á vertíð þessa árs sem hófst á sunnu­dag.

Grá­sleppu­sjó­menn hafa haft áhyggj­ur af því að koma hvelj­um í verð og óskuðu fyr­ir upp­haf vertíðar um heim­ild til að fleygja þeim. Hrogn grá­slepp­unn­ar er sú afurð sem sóst er eft­ir á vertíðinni.

Þegar vertíðin í fyrra hófst voru þegar tug­ir gáma af hvelj­um óseld­ir og hef­ur markaður­inn haft lít­inn áhuga á þeim, á þeirri vertíð varð mokveiði. Nú gæti orðið veg­leg vertíð og fátt bend­ir til að meiri lík­ur sé á að koma miklu magni af grá­sleppu­hvelj­um í verð.

mbl.is