Þríeykið á leið til Tenerife

Binni Glee, Patrekur Jamie og Bassi Maraj eru nú á …
Binni Glee, Patrekur Jamie og Bassi Maraj eru nú á leið til Tenerife. Skjáskot/Instagram

Hin heil­aga þrenn­ing Pat­rek­ur Jamie, Binni Glee og Bassi Maraj lögðu land und­ir fót í morg­un og skelltu sér bein­ustu leið til Teneri­fe. Strák­arn­ir eru vin­sæl­ir á sam­fé­lags­miðlum en þeir slóu í gegn í raun­veru­leikaþátt­un­um Æði sem sýnd­ir voru á Stöð 2. 

Strák­arn­ir sýndu frá ferðinni á in­sta­gram í morg­un, en ferðin hófst að sjálf­sögðu í Leifs­stöð. Strák­arn­ir gáfu ekk­ert upp um í hvaða er­inda­gjörðum þeir eru á Teneri­fe en gera má ráð fyr­ir að þeir ætli sér að njóta lífs­ins á eyj­unni fögru.

Pat­rek­ur var í viðtali við ferðavef­inn um helg­ina um ferðalög­in sín, en þar minnt­ist hann ein­mitt á að Binni væri upp­á­halds­ferðafé­lagi hans og að þeir vin­irn­ir skemmtu sér alltaf sam­an.

Með þeim Pat­reki, Binna og Bassa eru í för tví­bur­arn­ir Gunn­ar Skírn­ir og Sæmund­ur Brynj­ólfs­syn­ir. 

Bassi, Binni og Patrekur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í morgun.
Bassi, Binni og Pat­rek­ur í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar í morg­un. Skjá­skot/​Inst­gram
mbl.is