Aðeins 29 bátar sótt um grásleppuleyfi

Löndun grásleppu við Reykjavíkurhöfn á vertíðinni 2021.
Löndun grásleppu við Reykjavíkurhöfn á vertíðinni 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heldur lítill áhugi er á grásleppuvertíðinni sem hófst á sunnudag og hafa aðeins 26 fengið úthlutuð leyfi en á vertíðinni í fyrra voru þau 173 talsins. Alls hafa 29 sótt um leyfi til veiða en í tilfelli þriggja bíða leyfin þess að vera virkjuð þar sem beðið er eftir greiðslu. Þetta kemur fram í svari Fiskistofu við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Ekki er búist við mikilli þátttöku vegna stöðunnar á mörkuðum en töluverðar líkur eru á að fleiri sæki um leyfi þegar líður á vertíð.

Sífellt færri taka þátt í grásleppuveiðum og voru 250 grásleppuleyfi gefin út 2019 sem er 44% fleiri en 2021. Árið 2020 voru gefin út 213 grásleppuleyfi

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: