Aðeins 29 bátar sótt um grásleppuleyfi

Löndun grásleppu við Reykjavíkurhöfn á vertíðinni 2021.
Löndun grásleppu við Reykjavíkurhöfn á vertíðinni 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Held­ur lít­ill áhugi er á grá­sleppu­vertíðinni sem hófst á sunnu­dag og hafa aðeins 26 fengið út­hlutuð leyfi en á vertíðinni í fyrra voru þau 173 tals­ins. Alls hafa 29 sótt um leyfi til veiða en í til­felli þriggja bíða leyf­in þess að vera virkjuð þar sem beðið er eft­ir greiðslu. Þetta kem­ur fram í svari Fiski­stofu við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Ekki er bú­ist við mik­illi þátt­töku vegna stöðunn­ar á mörkuðum en tölu­verðar lík­ur eru á að fleiri sæki um leyfi þegar líður á vertíð.

Sí­fellt færri taka þátt í grá­sleppu­veiðum og voru 250 grá­sleppu­leyfi gef­in út 2019 sem er 44% fleiri en 2021. Árið 2020 voru gef­in út 213 grá­sleppu­leyfi

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: