Konur hjá sífellt fleiri sjávarútvegsfyrirtækjum

Agnes Guðmundsdóttir, formaður Kvenna í sjávarútvegi og sölustjóri Icelandic Asia, …
Agnes Guðmundsdóttir, formaður Kvenna í sjávarútvegi og sölustjóri Icelandic Asia, segir jákvætt að þeim vinnustöðum fækki þar sem engin kona starfar.

Agnes Guðmunds­dótt­ir, formaður Kvenna í sjáv­ar­út­vegi, seg­ir, spurð um markverðustu niður­stöður viðamik­ill­ar rann­sókn­ar á stöðu kvenna í sjáv­ar­út­vegi, sem Há­skól­inn á Ak­ur­eyri vann fyr­ir til­stuðlan Kvenna í sjáv­ar­ú­vegi (KIS), að áhuga­vert og skemmti­legt sé að vinnu­stöðum með kon­ur starf­andi hafi fjölgað hlut­falls­lega í öll­um teg­und­um starfa í sjáv­ar­út­vegi.

„Það er rosa­lega já­kvætt. Það er líka áhuga­vert að sjá að körl­um fjölg­ar einnig sem þýðir að störf­um í sjáv­ar­út­vegi er að fjölga og fyr­ir­tækj­um sömu­leiðis. Það er mik­il ný­sköp­un og þróun í grein­inni,“ seg­ir Agnes.

Hún seg­ir rann­sókn­ina sýna að hlut­deild kvenna í fram­kvæmda­stjóra­stöðum sé að aukast. „Hlut­fall kvenna þar er komið upp í 24% en í rann­sókn okk­ar frá ár­inu 2016 er hlut­fallið 16%. Aukn­ing­in er því mest þarna á sama tíma og körl­um er ekki að fjölga í fram­kvæmda­stjórn.“

Mynd/​mbl.is

Færri með enga konu

Agnes seg­ir það einnig mjög já­kvætt að vinnu­stöðum sem hafa enga konu í vinnu fækki mikið. 27% vinnustaða í sjáv­ar­út­vegi voru með enga konu í vinnu árið 2016 en í dag er hlut­fallið 12%.

Spurð hvort hægt sé að þakka jafn­rétt­isáætl­un­um fyr­ir­tækj­anna ár­ang­ur­inn ját­ar Agnes því. „Jú, að ein­hverju leyti, en samt finnst manni skrýtið, og kem­ur í ljós í rann­sókn­inni, að það vantaði tölu­vert upp á að þess­ar áætlan­ir væru til í fyr­ir­tækj­un­um. Það kem­ur á óvart sér­stak­lega þegar horft er til þess að jafn­rétt­isáætlan­ir eru lög­bundn­ar hjá fyr­ir­tækj­um með tutt­ugu og fimm starfs­menn eða fleiri. 45% fyr­ir­tækja sem eru með 25-100 manns í vinnu voru ekki með jafn­rétt­isáætl­un, en stærri fyr­ir­tæk­in eru öll með slíka áætl­un.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: