„Þurfum öll að vera undirbúin fyrir það óvænta“

Þriðja forvarnarspjaldið er komið út.
Þriðja forvarnarspjaldið er komið út. Mynd/Samgöngustofa

„Það er mik­il­vægt að skip­verj­ar kunna að tak­ast á við hætt­ur og óvænt­ar uppá­kom­ur því skort­ur á því get­ur leitt til rangra viðbragða sem leitt geta til al­var­legra slysa. Við þurf­um öll að vera ætíð und­ir­bú­in fyr­ir það óvænta og í því sam­bandi skipt­ir fræðsla mestu máli,“ seg­ir Ein­ar Magnús Magnús­son, sér­fræðing­ur á ör­ygg­is- og fræðslu­deild Sam­göngu­stofu, í tölvu­pósti til blaðamanns.

Til­efni orða Ein­ars er að fyrr í þess­um mánuði kom út þriðja vegg­spjaldið und­ir merkj­um „12 hnúta“ en að þessu sinni er það und­ir fyr­ir­sögn­inni „Skort­ur á fræðslu og þjálf­un”.

For­varn­ar­her­ferðin, sem kynn­ir til sög­unn­ar vegg­spjald í hverj­um mánuði, er unn­in í sam­starfi við helstu sér­fræðinga í ör­ygg­is­mál­um sjó­manna, sem eru skóla­stjóri, kenn­ar­ar og leiðbein­end­ur Slysa­varna­skóla sjó­manna.

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa séð um dreif­ingu efn­is­ins til hagaðila og er fjöldi viðtak­enda á fjórða hundrað, upp­lýs­ir Ein­ar. „Við vilj­um þakka SFS sér­stak­lega fyr­ir þeirra vinnu og fram­tak í þessu mik­il­væga verk­efni,“ skrif­ar hann.

mbl.is