Öðruvísi Óskarsverðlaunahátíð fram undan

Wanda Sykes, Amy Schumer og Regina Hall eru kynnar hátíðarinnar.
Wanda Sykes, Amy Schumer og Regina Hall eru kynnar hátíðarinnar. AFP

Óskarsverðlaun akademíunnar verða afhent í 94. sinn í Los Angeles í Bandaríkjunum annað kvöld. Áhorf á hátíðina hefur dalað mikið á undanförnum árum en aðeins 10 milljónir horfðu á útsendinguna árið 2021 og lækkaði áhorfið um 56% milli ára. Þar á undan var 2020 met ár þegar aldrei höfðu færri horft á verðlaunahátíðina. 

Í tilraun til þess að draga hina svokölluðu „TikTok-kynslóð“ að skjánum á sunnudagskvöld hefur nýr flokkur verið kynntur, en þar fær almenningur í Bandaríkjunum að kjósa sína uppáhaldsmynd.

Það hefur löngum verið rætt um það að vinsælustu kvikmyndirnar í kvikmyndahúsum sópa ekki til sín verðlaunum, heldur hljóta listrænni kvikmyndir flest verðlaunin. 

„Akademían er loksins að reyna eitthvað nýtt, að skoða hvernig þau geta náð til nýrra markhópa, þessarar nýju TikTok-kynslóðar,“ sagði Clayton Davis, kvikmyndarýnir hjá Variety í viðtali við AFP. 

Á síðasta ári fór verðlaunahátíðin fram með óhefðbundnu sniði vegna heimsfaraldursins og var hún send út frá miðborg Los Angeles og var að hluta til undir berum himni. Nú verður hún hins vegar afar hefbundin í þeim skilningi að hún fer enn á ný fram í Dolby leikhúsinu í Los Angeles. 

Auk nýja flokksins á hátíðinni hefur akademían ákveðið að átta verðlaun verða veitt fyrirfram og tekin upp og sýnd á stóra skjánum. Verðlaun fyrir besta hljóðið, tónlist og fleiri „minni“ afrek verða tekin upp og sýnd. Þetta hefur sætt mikilli gagnrýni. 

„Ég skil að akademían er undir mikilli pressu, en þetta eru mistök,“ sagði Denis Villeneuve, leikstjóri kvikmyndarinnar Dune. Í þessu felst tímasparnaður, en sá tími verður nýttur í lengri tónlistaratriði og eins fá kynnar hátíðarinnar, þær Amy Schumer, Wanda Sykes og Regina Hall, meiri tíma á sviðinu. 

Á meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Beyoncé Knowles, en hún mun flytja lag sitt úr kvikmyndinni King Richards, og Billie Eilish sem mun flytja James Bond lagið No Time To Die úr samnefndri kvikmynd. Bæði lög eru tilnefnd til verðlaunanna. 

Til­nefn­ing­arn­ar í heild sinni

Kvik­mynd
Belfast
CODA
Don’t Look Up
Dri­ve My Car
Dune
King Rich­ard
Licorice Pizza
Nig­ht­mare Alley
The Power of the Dog
West Side Story

Leik­stjóri
Kenn­eth Branagh, Belfast
Ryusu­ke Hamaguchi, Dri­ve My Car
Paul Thom­as And­er­son, Licorice Pizza
Jane Camp­i­on, The Power of the Dog
Steven Spiel­berg, West Side Story

Leik­kona í aðal­hlut­verki
Jessica Chastain, The Eyes of Tammy Faye
Oli­via Colm­an, The Lost Daug­hter
Penelope Cruz, Parallel Mot­h­ers
Nicole Kidm­an, Being the Ricar­dos
Kristen Stew­art, Spencer

Leik­ari í aðal­hlut­verki
Javier Bar­dem, Being the Ricar­dos
Benedict Cum­ber­batch, The Power of the Dog
Andrew Garfield, tick, tick…Boom!
Will Smith, King Rich­ard
Denzel Washingt­on, The Tra­ge­dy of Mac­beth

Leik­kona í auka­hlut­verki
Jessie Buckley, The Lost Daug­hter
Ari­ana De­Bose, West Side Story
Jude Dench, Belfast
Kir­sten Dunst, The Power of the Dog
Aunj­anue Ell­is, King Rich­ard

Leik­ari í auka­hlut­verki
Ciar­an Hinds, Belfast
Troy Kotsur, CODA
Jesse Plemons, The Power of the Dog
J.K. Simmons, Being the Ricar­dos
Kodi Smit-McP­hee, The Power of the Dog

Hand­rit byggt á fyrri verk­um
CODA
Dri­ve My Car
Dune
The Lost Daug­hter
The Power of the Dog

Upp­runa­legt hand­rit
Belfast
Don’t Look Up
King Rich­ard
Licorice Pizza
The Worst Per­son in the World

Kvik­mynda­taka
Dune
Nig­ht­mare Alley
The Power of the Dog
The Tra­ge­dy of Mac­beth
West Side Story

Bún­inga­hönn­un
Cru­ella
Cyrano
Dune
Nig­ht­mare Alley
West Side Story

Klipp­ing
Don’t Look Up
Dune
King Rich­ard
The Power of the Dog
tick, tick…Boom!

Förðun og hár
Com­ing 2 America
Cru­ella
Dune
The Eyes of Tammy Faye
Hou­se of Gucci

Upp­runa­leg tónlist
Don’t Look Up
Dune
Encanto
Parallel Mot­h­ers
The Power of the Dog

Upp­runa­legt lag
Be Ali­ve, King Rich­ard
Dos Or­uguitas, Encanto
Down to Joy, Belfast
No Time to Die, No Time to Die
Somehow You Do, Four Good Days

Fram­leiðslu­hönn­un
Dune
Nig­ht­mare Alley
The Power of the Dog
The Tra­ge­dy of Mac­beth
West Side Story

Hljóð
Belfast
Dune
No Time to Die
The Power of the Dog
West Side Story

Tækni­brell­ur
Dune
Free Guy
No Time to Die
Shang-Chi and the Le­g­end of the Ten Rings
Spi­der-Man: No Way Home

Alþjóðleg kvik­mynd
Dri­ve My Car
Flee
The Hand of God
Lun­ana: A Yak in the Class­room
The Worst Per­son in the World

Teikni­mynd
Encanto
Flee
Luca
The Mitchells vs. the Machines
Raya and the Last Dragon

Stutt teikni­mynd
Affairs of the Art
Bestia
Boxball­et
Robin Robin
The Winds­hield Wiper

Heim­ild­ar­mynd
Ascensi­on
Attica
Flee
Sum­mer of Soul
Writ­ing With Fire

Stutt heim­ild­ar­mynd
Audi­ble
Lead Me Home
The Qu­een of Basket­ball
Three Songs for Benaz­ir
When We Were Bullies

Leik­in stutt­mynd
Ala Kachuu – Take and Run
The Dress
The Long Good­bye
On My Mind
Plea­se Hold

mbl.is