„Þetta ætti alveg að ganga“

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir markaðshorfur betri en áður …
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir markaðshorfur betri en áður þar sem verð á hvalafurðum hafi hækkað í Japan. mbl.is/Ómar

„Við ætl­um á hval­veiðar í sum­ar,“ seg­ir Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf. Hann reikn­ar með að veiðarn­ar hefj­ist í júní og standi fram í sept­em­ber, eft­ir því sem veður leyf­ir. Reiknað er með að um 150 manns starfi á hval­veiðiskip­un­um, í hval­stöðinni í Hval­f­irði og í vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins í Hafnar­f­irði. Þar er hluti afurðanna unn­inn og fryst­ur.

En hvernig eru markaðshorf­ur fyr­ir hvala­af­urðir? „Þær eru held­ur betri en þær hafa verið und­an­far­in ár,“ seg­ir Kristján. „Keis­ar­inn í Jap­an virðist ekki pumpa al­veg jafn mikl­um pen­ing­um í hval­veiðar Jap­ana svo verðin hafa held­ur lag­ast. Þetta ætti al­veg að ganga svo fremi sem gengi krón­unn­ar fer ekki niður úr öllu valdi. Þetta, eins og all­ur út­flutn­ing­ur, er svo háð geng­inu.“

Hrefnu lyft af hvalveiðiskipi í Japan. Veiðarnar þar eru ekki …
Hrefnu lyft af hval­veiðiskipi í Jap­an. Veiðarn­ar þar eru ekki niður­greidd­ar í jafn mikl­um mæli og áður. AFP

Eins og kom fram í Morg­un­blaðinu í vik­unni er Hval­ur 9 í slipp í Reykja­vík þar sem unnið er að viðhaldi. Einnig verður Hval­ur 8 tek­inn í slipp en skip­in hafa legið óhreyfð frá 2018.

Kristján seg­ir að hval­veiðiskip­in séu í „klassa“ hjá flokk­un­ar­fé­lag­inu Norska Ver­itas. Sam­kvæmt regl­um þess þurfa skip­in að fara í sér­staka skoðun á fjög­urra ára fresti þar sem m.a. er mæld efn­isþykkt stáls­ins í byrðingn­um og fleira. Sú skoðun er gerð um leið og skip­in eru skveruð.

Langt stapp við MAST

Kristján seg­ir að Hval­ur hf. hafi lent í langri tog­streitu við Mat­væla­stofn­un (MAST) vegna hval­stöðvar­inn­ar í Hval­f­irði. Það sé aðalástæðan fyr­ir því að ekki hafi verið haldið til hval­veiða eft­ir 2018 fyrr en nú í sum­ar.

„Reglu­gerð var breytt 2009 og gerð sú krafa að við skyld­um byggja yfir planið í Hval­f­irði svo hval­ur­inn væri skor­inn und­ir þaki. Það hefði þýtt hús á stærð við Eg­ils­höll í Reykja­vík. Við sögðum að þeir gætu bara gleymt þessu,“ seg­ir Kristján. Hval­ur hf. fékk eft­ir það tíma­bund­in bráðabirgðal­eyfi fyr­ir vinnsl­unni, síðast í júní 2018. Hann seg­ir að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hafi breytt reglu­gerðinni og strikað þetta ákvæði út og breytt fleiri ákvæðum fyr­ir vertíðina 2018 þegar bráðabirgðal­eyfið var veitt.

Frá hvalskurði í Hvalfirði.
Frá hvalsk­urði í Hval­f­irði. mbl.is/Ó​mar

For­svars­menn Hvals hf. óskuðu eft­ir fullnaðarút­tekt 4. sept­em­ber 2018 til þess að hægt væri að veita fé­lag­inu óskil­yrt vinnslu­leyfi. MAST til­kynnti 10. sama mánaðar að fram­haldið verði af­greitt fyrri hluta vik­unn­ar. Dag­inn eft­ir óskaði MAST eft­ir gögn­um vegna reglu­gerðarbreyt­ing­ar­inn­ar. Hval­ur hf. sendi svör og gögn til MAST 23. sept­em­ber 2018. Fimm dög­um síðar svaraði MAST því að svör og gögn væru full­nægj­andi en óskuðu eft­ir svör­um við „aðeins fleiri spurn­ing­um sem vöknuðu“.

For­svars­menn Hvals hf. sendu svör og gögn vegna fyr­ir­spurn­ar MAST 6. nóv­em­ber 2018. Ekk­ert gerðist og óskaði Hval­ur hf. eft­ir svör­um frá MAST 27. fe­brú­ar 2019 eft­ir að tæp­lega fjór­ir mánuðir voru liðnir frá því öll­um fyr­ir­spurn­um MAST var svarað. Dag­inn eft­ir svaraði MAST því að starfs­leyf­isút­gáf­an væri enn til meðhöndl­un­ar hjá stofn­un­inni.

MAST óskaði svo eft­ir frek­ari gögn­um 1. mars 2019 og voru þau send 11. sama mánaðar. Enn óskaði MAST eft­ir frek­ari gögn­um og svör­um við þrem­ur spurn­ing­um þann 27. mars. Hval­ur hf. sendi gögn og svör þann 17. maí 2019. Þann 20. maí óskaði MAST eft­ir að fá að koma í út­tekt en Hval­ur hf. svaraði því að eng­ar hval­veiðar yrðu stundaðar um sum­arið og eng­inn í starfs­stöðinni til að taka á móti MAST.

Hval­ur hf. tók svo upp þráðinn 27. fe­brú­ar 2020 vegna næst­kom­andi hval­vertíðar og kvaðst vera til­bú­inn að sýna MAST starfs­stöðina. MAST svaraði því boði 6. mars og kvaðst ætla að finna tíma fyr­ir út­tekt. Ekk­ert gerðist í fram­hald­inu.

Hval­ur hf. sendi MAST fyr­ir­spurn 23. fe­brú­ar 2021 og spurði hve lang­an tíma það tæki að gefa út leyfi til tólf ára. MAST lagði til að hald­inn yrði fjar­fund­ur og fór hann fram 25. mars 2021. Stofn­un­in óskaði eft­ir frek­ari gögn­um 15. apríl 2021 en Hval­ur hf. svaraði því til dag­inn eft­ir að þegar hefðu verið send full­nægj­andi svör við öll­um þeim atriðum sem MAST hefði óskað eft­ir.

Hval­ur hf. kærði óhóf­leg­an drátt á málsmeðferð til sjáv­ar­út­vegs­ráðherra 1. sept­em­ber 2021. MAST veitti Hval hf. ótíma­bundið leyfi til vinnslu hvala­af­urða 8. októ­ber 2021. Ráðuneytið vísaði kæru Hvals hf. frá 16. nóv­em­ber 2021 vegna þess að starfs­leyfið hefði verið gefið út.

Hvalveiðiskipin við bryggju í Reykjavíkurhöfn.
Hval­veiðiskip­in við bryggju í Reykja­vík­ur­höfn. mbl.is/​Júlí­us Sig­ur­jóns­son

Hval­ur hf. ákvað að kvarta til umboðsmanns Alþing­is (UA) 29. nóv­em­ber 2021 vegna frá­vís­un­ar ráðuneyt­is­ins á stjórn­sýslukær­unni. Vísað var til álits UA í máli 2289/​1997 þar sem UA taldi að skylda ráðuneyt­is til að taka af­stöðu væri fyr­ir hendi, óháð því hvort lægra sett stjórn­vald hefði lokið við af­greiðslu máls þegar niðurstaða æðra stjórn­valds í kæru­mál­inu ligg­ur fyr­ir.

Mat­vælaráðuneytið ákvað 15. fe­brú­ar 2022 að end­urupp­taka fyrra stjórn­sýslu­mál í ljósi kvört­un­ar Hvals hf. til UA og með hliðsjón af fyrr­nefndu áliti UA.

209 lang-reyðar á ári

Sam­kvæmt ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar má veiða 161 langreyði á ári frá 2018 til 2025 á veiðisvæðinu Aust­ur-Græn­land/​Vest­ur-Ísland og 48 langreyðar á svæðinu Aust­ur-Ísland/​Fær­eyj­ar. Sam­tals 209 hvali. Flytja má 20% af óveidd­um kvóta fyrra árs til yf­ir­stand­andi árs. Ekk­ert var veitt í fyrra og því má bæta við sam­tals 42 hvöl­um fyr­ir bæði veiðisvæðin.

Þegar langreyðar voru tald­ar 2015 var fjöldi þeirra sá mesti síðan taln­ing­ar hóf­ust. Á taln­ing­ar­svæði Íslands og Fær­eyja voru nærri 41 þúsund langreyðar, þar af nær 33.500 á Aust­ur-Græn­lands-Íslands svæðinu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: