Söguleg tilnefning hjónanna

Penélope Cruz og Javier Bardem eru bæði tilnefnd til Óskarsverðlauna …
Penélope Cruz og Javier Bardem eru bæði tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár. AFP

Leikarahjónin Penélope Cruz og Javier Bardem eru bæði tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár. Þetta er í 6. skipti sem hjón eru tilnefnd til verðlauna á sömu hátíð. Tilnefning hjónanna er hins vegar söguleg vegna þess að þau eru fyrstu hjónin fædd utan Bandaríkjanna til að vera tilnefnd. 

Cruz er tilnefnd í flokki leikkonu í aðalhlutverki fyrir kvikmyndina Parallel Mothers en Barden í flokki leikara í aðalhlutverki fyrir hltuverk sitt í kvikmyndinni Being the Ricardos. Er þetta fjórða tilnefning þeirra beggja til Óskarsverðlaunanna. 

Cruz og Bardem eru ekki eina parið sem tilnefnt er til verðlaunanna í ár. Leikkonan Kirsten Dunst og sambýlismaður hennar Jesse Plemons eru bæði tilnefnd. Hún í flokki leikkonu í aukahlutverki og hann í flokki leikara í aukahlutverki en bæði fóru þau með hlutverk í The Power of the Dog. 

Jesse Plemons og Kristen Dunst.
Jesse Plemons og Kristen Dunst. AFP
mbl.is