Kom Sólveigu alls ekki á óvart

Sólveig Anna Jónsdóttir, verðandi formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, verðandi formaður Eflingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Af þeim tíu sem sóttust eftir kjöri í framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins á föstudag náðu þrír ekki kjöri. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var ein þeirra.

Aðspurð segir Sólveig í samtali við Morgunblaðið að þessi niðurstaða komi sér alls ekki á óvart.

„Sá undarlegi kúltúr sem ríkir innan Starfsgreinasambandsins er með þeim hætti að þrátt fyrir að ég hafi nú í tvígang verið kjörin formaður Eflingar dugir það ekki til þess að komast í gegnum þá útilokun sem valdamikil öfl innan sambandsins vilja beita mig.“

Hún hafi talið skyldu sína, sem formaður stærsta stéttarfélagsins innan sambandsins, að gefa kost á sér í framkvæmdastjórn.

„Félagar mínir hvöttu mig til þess og ég gerði það þess vegna, en ég bjóst svo sem ekki við öðru frá þessu fólki en að þau og þeirra skoðanir á mér myndu verða til þess að ég næði ekki kjöri.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: