Lélegt hjá línubátum í Breiðafirði

Örvar Marteinsson, skipstjóri á Sverri SH frá Ólafsvík, segir þolinmæðina …
Örvar Marteinsson, skipstjóri á Sverri SH frá Ólafsvík, segir þolinmæðina skipta miklu máli þegar lítið er um steinbít. mbl.is/Alfons

Lé­leg­ur afli hef­ur verið að und­an­förnu hjá þeim línu­bát­um sem hafa róið í Breiðafirði síðustu vik­ur. Afl­inn hjá bát­um sem hafa róið í Faxa­flóa hef­ur þó verið ágæt­ur að sögn Andra Steins Bene­dikts­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Fisk­markaðar Snæ­fells­bæj­ar.

„Það ligg­ur loðna yfir allt svo fisk­ur­inn vill alls ekki taka á krók­ana á meðan en þetta er ár­visst hér,“ seg­ir Andri. „Það er tregt á lín­una á meðan svona ástand er, en hins veg­ar er mjög góður afli á hand­færi þegar gef­ur á sjó og hafa hand­færa­bát­ar komið yfir þrem­ur tonn­um af boltaþorski að landi yfir dag­inn, en einnig er góður afli hjá drag­nóta­bát­um og sama á við um neta­báta.“

Hann seg­ir að nokkr­ir línu­bát­ar hafi reynt fyr­ir sér á stein­bít en hann finnst ekki og er afl­inn því mjög lé­leg­ur þrátt fyr­ir að bát­ar hafi lagt lín­una út af Látra­bjargi. Andri seg­ir að ágætt verð fá­ist fyr­ir stein­bít­inn eða 190 krón­ur fyr­ir kílóið, en þegar mikið magn berst að landi lækki verðið tals­vert enda stein­bíts­markaður mjög viðkvæm­ur.

Örvar Marteins­son, skip­stjóri á Sverri SH, seg­ir ekk­ert annað þýða en að vera með jafnaðargeðið í lagi þegar lítið fæst af stein­bít. Menn verði bara að vera þol­in­móðir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: