Veiðiheimildir strandveiða líklega auknar

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skoðar nú leiðir til að auka veiðiheimildir …
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skoðar nú leiðir til að auka veiðiheimildir strandveiða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veiðiheim­ild­ir sem ætlað er strand­veiðum í sum­ar verða aukn­ar eft­ir að ríkið náði 1.500 tonn­um af þorski feng­ust í skipt­um fyr­ir 5,3% af upp­sjáv­ar­fiski. Ekki er hins veg­ar ljóst hvort þetta verði allt nýtt til að bæta upp fyrri skerðingu heim­ilda strand­veiðanna.

Þetta til­kynnti Svandís Svavars­dótt­ir, mat­vælaráðherra, í færslu á Face­book-síðu sinni í síðustu viku.

„Strand­veiðar skipta miklu máli fyr­ir byggðir lands­ins og það stend­ur mér nærri að standa vörð um það kerfi sam­hliða því að hvika hvergi frá því grund­vall­ar­sjón­ar­miði að fylgja vís­inda­legri ráðgjöf,“ skrifaði Svandís í færsl­unni.

Það stefndi í 1.500 tonna skerðingu veiðiheim­ilda strand­veiðanna vegna al­mennr­ar skerðingu afla í sam­ræmi við ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og óttuðust strand­veiðisjó­menn að strand­veiðarn­ar myndu stöðvast áður en all­ir fengu sinn skammt. Þá kvaðst Svandís ekki reiðubú­in til að bæta í strand­veiðipott­inn án þess að slík ákvörðun rúmaðist inn­an ráðgjöf um há­marks­veiði.

Af öll­um út­hlutuðum veiðiheim­ild­um tek­ur ríkið 5,3% og út­hlut­ar sér­stak­lega til stuðnings at­vinnu- og byggðaþró­un­ar en upp­sjáv­ar­fisk­ur eins og kol­munni og mak­ríl hent­ar illa í slík verk­efni. Í kjöl­far ráðgjaf­ar Haf­rann­sókna­stofn­un­ar var ákveðið að verja ákveðna þætti at­vinnu- og byggðakvót­ans og láta skerðing­ar í þorskkvóta falla á heim­ild­ir strand­veiða.

Á skipta­markaði fékk ríkið síðan heim­ild­ir í þorski í skipt­um fyr­ir upp­sjáv­ar­heim­ild­irn­ar, alls 1.500 tonn. „Ég á enn eft­ir að taka ákvörðun um hvernig þetta verður út­fært en ljóst er að það er svig­rúm til að bæta inn í strand­veiðipott­inn líkt og ég hafði von­ast til að geta gert,“ skrif­ar Svandís.

mbl.is