Um 55 milljarða loðnuvertíð

Loðna er ekki stór firskur en skapar mikil verðmæti.
Loðna er ekki stór firskur en skapar mikil verðmæti. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Loðnu­vertíðin sem lauk um helg­ina skil­ar mikl­um verðmæt­um í þjóðarbúið. Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað, áætl­ar að út­flutn­ings­verðmæti fram­leiðslunn­ar í heild geti numið um 55 millj­örðum króna. Hann seg­ir þó að enn sé eft­ir að loka stór­um liðum eins og samn­ing­um um sölu á hrogn­um og hrognaloðnu og því sé erfitt að áætla heild­ar­verðmætið.

Friðrik Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Loðnu­vinnsl­unn­ar á Fá­skrúðsfirði, tel­ur að verðmætið gæti verið um eða yfir 50 millj­arðar króna. Til viðbót­ar komi 7-10 millj­arðar fyr­ir afurðir loðnu­afla sem norsk, græn­lensk og fær­eysk skip lönduðu hér á landi í vet­ur.

Afl­inn um 515 þúsund tonn, 170 þúsund tonn náðust ekki

Loðnu­afli á vertíðinni var um 515 þúsund tonn sam­kvæmt upp­lýs­ing­um á heimasíðu Fiski­stofu. Sú tala get­ur hækkað eitt­hvað þegar síðustu tonn­in skila sér í lönd­un­ar­skýrsl­um til Fiski­stofu. Eft­ir standa um 170 þúsund tonn af kvóta ís­lensku skip­anna, sem var 686 þúsund tonn.

Lít­ill afli var í liðinni viku og síðustu skip­in reyndu fyr­ir sér aust­an við Vest­manna­eyj­ar á laug­ar­dag, en sú loðna sem veidd­ist var hrygnd. Þá leitaði Hof­fell SU að loðnu með öllu Norður­landi, en án ár­ang­urs. Loðnu­næt­urn­ar eru því á leið í geymslu, en vænt­ing­ar eru um að vertíðin næsta vet­ur verði einnig stór.

Sér­stök og erfið vertíð

„Ég held að afurðaverð sé viðun­andi og af­kom­an líka,“ sagði Stefán Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri Ísfé­lags­ins í Vest­manna­eyj­um, í gær. „Þetta hef­ur verið mjög sér­stök og erfið vertíð. Það já­kvæða er að það tókst að veiða yfir 500 þúsund tonn og við get­um verið þakk­lát fyr­ir það. Það er góður ár­ang­ur í ljósi þess hvernig veðrið var og hversu dreifð loðnan gekk til hrygn­ing­ar þetta árið.“

Stefán vill ekki geta sér til um heild­ar­verðmæti afurða og seg­ir að að hluta til sé eft­ir að semja um verð fyr­ir hrogn og hrognaloðnu. Þetta séu verðmæt­ustu afurðirn­ar, sem vegi þungt í heild­arniður­stöðunni, en ágæt­lega líti út með verð fyr­ir þess­ar afurðir. Hann seg­ir lík­legt að hrogna­fram­leiðsla árs­ins nemi um 11 þúsund tonn­um.

Í upp­hafi vertíðar hafi verð fyr­ir mjöl og lýsi lækkað, en þó ekki eins mikið og menn óttuðust í ljósi þess hve stór loðnu­kvót­inn var. Marg­ir hafi selt í upp­hafi vertíðar og því ekki notið þess er verð hækkaði á ný eft­ir að stríð hófst í Úkraínu. Lítið hafi verið fryst af hæng miðað við það sem gert var þegar Rúss­land keypti sjáv­ar­af­urðir frá Íslandi. Nú sé mest af hæng fryst fyr­ir markað í Úkraínu, en sá markaður er í upp­námi.

Menn hefðu viljað hafa þetta betra í lok­in

„Það er vissu­lega tals­vert eft­ir óveitt af kvót­an­um, en það er líka búið að veiða mikið,“ seg­ir Gunnþór um vertíðina, sem erfitt veðurfar setti mark sitt á. „Það hef­ur margt verið þungt á þess­ari vertíð og menn hefðu viljað hafa þetta betra í lok­in, en það er eins og það er. Nú er að ein­beita sér að næsta leik eins og þeir segja í hand­bolt­an­um.“

Upp­sjáv­ar­skip­in halda næst til veiða á kol­munna í fær­eyskri lög­sögu eða á gráa svæðinu fyr­ir sunn­an Fær­eyj­ar. Vænt­an­lega verða fyrstu skip­in og þau sem ráða yfir mest­um afla­heim­ild­um kom­in á Fær­eyjamið um 10. apríl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: