Fiskistofu gert að taka við aflaskráningu á vefnum

Smábátasjómenn voru ósáttir við að lokað yrði fyrir aflaskráningu hjá …
Smábátasjómenn voru ósáttir við að lokað yrði fyrir aflaskráningu hjá Fiskistofu. Matvælaráðuneytið hefur gripið inn í málið og verður hægt að skila upplýsingum á vef stofnunarinnar. mbl.is/Alfons Finsson

Mat­vælaráðuneytið seg­ir stefnt að því að breyta reglu­gerð um skrán­ingu og ra­f­ræn skil af­la­upp­lýs­inga „þannig að hægt verður að skila af­la­upp­lýs­ing­um til Fiski­stofu á formi sem hægt verður að nálg­ast á vefsíðu stofn­un­ar­inn­ar,“ að því er fram kem­ur í bréfi ráðuneyt­is­ins til Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda (LS).

Fjallað er um bréfið í færslu á vef sam­bands­ins. Sam­kvæmt bréf­inu á að veita Fiski­stofu heim­ild til að „inn­heimta þjón­ustu­gjald fyr­ir vinnu við af­la­upp­lýs­ing­ar.“

Áður hafði Fiski­stofa til­kynnt að smá­for­rit og skrán­ing­ar­vef­ur­inn afla­skr­an­ing.is yrðu gerð óvirk frá og með 1. apríl og þeim not­end­um sem ekki voru þegar að kaupa þjón­ustu af hug­búnaðarfyr­ir­tækj­um beint í slík viðskipti, ella væri hægt að for­rita eig­in kerfi til skila á af­la­upp­lýs­ing­um.

LS sakaði Fiski­stofu um að velta kostnaði við eft­ir­lit yfir á smá­báta­eig­end­ur. Þessu hafnaði Fiski­stofa al­farið.

Leituðu til ráðuneyt­is­ins

Funduðu full­trú­ar sam­bands­ins með Fiski­stofu og lýstu fyr­ir stofn­un­inni að þrátt fyr­ir að stofn­un­in hygðist ekki leng­ur reka smá­for­rit og vefviðmót fyr­ir skil á af­la­upp­lýs­ing­um, losaði það ekki Fiski­stofu und­an skyldu til að standa straum af kostnaði við mót­töku af­la­upp­lýs­inga sem út­gerðum er gert að skila sam­kvæmt lög­um.

Fiski­stofa bar fyr­ir sér að um væri að ræða aðgerðir til að gera eft­ir­lit ódýr­ara. LS vildi þó meina að veiðigjöld­um væri ætlað að standa straum að rekstri Fiski­stofu og Haf­rann­sókna­stofn­un. Lagði sam­bandið fram lög­fræðilega álits­gerð máli sínu til stuðnings.

„Þegar ljóst var að mál rötuðu ekki eft­ir þeim far­vegi sem hér er lýst sendi LS er­indi til Mat­vælaráðuneyt­is­ins í byrj­un mars og í kjöl­farið var fundað þann sjö­unda til að reyna að finna lausn. Á fund­in­um mót­mælti LS því að kostnaði vegna lög­boðinna skila á upp­lýs­ing­um til Fiski­stofu og Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, sem hingað til hef­ur verið greidd­ur af hinu op­in­bera, sé velt yfir á smá­báta­eig­end­ur,“ seg­ir í færsl­unni á vef LS.

Svar frá ráðuneyt­inu barst í vik­unni og er þar úti­lokað að skip­stjórn­ar­mönn­um verði gert að „semja við einkaaðila um notk­un eða þróun á hug­búnaði til að skila af­la­upp­lýs­ing­um til Fiski­stofu í gegn­um vefþjón­ustu, þótt það sé heim­ilt kjósi aðilar að gera það. Hægt er að skila af­la­upp­lýs­ing­um á þar til gerðu formi Fiski­stofu.“

mbl.is