Bjóða farþegum að kolefnisjafna flugferðir

Flugfélagið Play býður viðskiptavinum að kolefnisjafna flugferðir sínar.
Flugfélagið Play býður viðskiptavinum að kolefnisjafna flugferðir sínar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðskipta­vin­ir flug­fé­lags­ins Play þurfa ekki leng­ur að hafa áhyggj­ur af flug­visku­bit­inu sem fylg­ir gjarn­an ut­an­lands­ferðum en fyr­ir­tækið býður nú upp á lausn­ir þar sem farþegar geta kol­efnis­jafnað flug­ferðir sín­ar. 

Þær lausn­ir sem standa til boða eru þör­unga­rækt­un sem bind­ur CO2 úr and­rúms­loft­inu, fram­leiðsla á Líf-olíu og skóg­rækt.

Með þessu vill Play koma til móts við breiðan hóp viðskipta­vina sem ger­ir ólík­ar kröf­ur og hef­ur mis­mikið svig­rúm við að kol­efnis­jafna, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu flug­fé­lags­ins.

Hægt er að nálg­ast frek­ari upp­lýs­ing­ar um verk­efnið hér.

„Það er ekk­ert leynd­ar­mál að flugi fylg­ir tals­verður út­blást­ur og þess vegna höf­um við lagt mikla áherslu á að gera sjálf­bærni veg­ferð okk­ar gagn­sæja, mæl­an­lega og trú­verðuga. Ég er sann­færð um að viðskipta­vin­ir muni fagna því að geta loks kol­efnis­jafnað flug sitt. Við val á sam­starfsaðila vor­um við með skýr­ar kröf­ur um að geta boðið upp á lausn­ir sem kol­efnis­jafna með trú­verðugum og ábyrg­um hætti og hafa raun­veru­leg­an lofts­lags ávinn­inga í för með sér.

Klima­et, danskt ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæki, varð fyr­ir val­inu enda upp­fyll­ir fyr­ir­tækið of­an­greind­ar kröf­ur. Þetta er aðeins eitt af okk­ar fyrstu skref­um á okk­ar sjálf­bærni veg­ferð en við erum bara rétt að byrja,“ er haft eft­ir Rakel Evu Sæv­ars­dótt­ur, for­stöðumanni Sjálf­bærni hjá Play.

mbl.is