Allt klárt fyrir vertíð

Særún EA 251 og Guðmundur Arnar EA 102 voru með …
Særún EA 251 og Guðmundur Arnar EA 102 voru með allt klárt fyrir grásleppuveiðar. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Grá­sleppu­vertíðin er einn af vor­boðunum víða um land og skap­ar at­vinnu á sjó og í landi.

Þegar frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins á Norður­landi átti leið um Eyja­fjörð á dög­un­um mátti sjá í höfn­inni á Árskógs­sandi grá­sleppu­bát­anna Sæ­rúnu EA 251 og Guðmund Arn­ar EA 102. Veiðarfær­in voru kom­in um borð og allt virt­ist klárt fyr­ir vertíðina.

Venju sam­kvæmt byrj­ar vertíðin fyr­ir norðan og norðaust­an land og fær­ist svo vest­ur fyr­ir. Heim­ilt hef­ur verið að veiða frá 20. mars en fáir bát­ar hafa haldið til veiða, en þeim kann að fjölga á næst­unni.

Ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar um heild­arkvóta var kynnt í gær og nem­ur hún 6.792 tonn­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: