„Ánægjulegt að sjá karla mæta með dætur sínar“

Mannfræðingurinn Margaret Willson hélt erindi um íslenskar sjókonur og er …
Mannfræðingurinn Margaret Willson hélt erindi um íslenskar sjókonur og er stefnt að því að hún gefi út bók á næstunni um Þuríði formann. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sögu­stund Fé­lags kvenna í sjáv­ar­út­vegi (KIS), Innviðaráðuneyt­is­ins og Sjáv­ar­klas­ans um sögu ís­lenskra sjó­kvenna í gær vakti tölu­verða at­hygli og var vel mætt að sögn skipu­leggj­enda.

„Þetta gekk rosa vel og var virki­lega skemmti­legt. Ánægju­legt að sjá karla úr sigl­ing­um mæta með dæt­ur sín­ar,“ seg­ir Ásta Þor­leifs­dótt­ir, verk­efna­stjóri verk­efn­is­ins Kon­ur og sigl­ing­ar hjá innviðaráðuneyt­inu, í sam­tali við 200 míl­ur.

„Það var reynd­ar sorg­legt að heyra að það sé ekki ein ein­asta kona fa­stráðin á tog­ur­um. En bara með því að vekja at­hygli og ná fram umræðu erum við að ná ár­angri og kon­um hef­ur fjölgað mikið í skip­stjórn­ar­námi,“ seg­ir Ásta sem bæt­ir við að gam­an hafi verið að sjá fleiri karl­menn sýna mál­efn­inu áhuga.

Fjölmargir vildu kynna sér sögu íslenskra sjókvenna í mathöllinni á …
Fjöl­marg­ir vildu kynna sér sögu ís­lenskra sjó­kvenna í mat­höll­inni á Granda í gær. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

At­b­urður­inn fór fram í mat­höll­inni á Granda í Reykja­vík síðdeg­is í gær og var frum­mæl­and­inn Marga­ret Will­son, mann­fræðing­ur og aðstoðarpró­fess­or við Washingt­on há­skóla, sem hef­ur rann­sakað sögu ís­lenskra sjó­kvenna og gefið út bók um ís­lensk­ar sjó­kon­ur.

Á viðburðinum sagði Will­son meðal ann­ars frá því að stytt­ist í út­gáfu nýrr­ar bók­ar um Þuríði formann.

mbl.is