Þorsteinn Már áfram stjórnarformaður

Þorsteinn Már Baldvinsson mun áfram leiða stjórn Síldarvinnslunnar.
Þorsteinn Már Baldvinsson mun áfram leiða stjórn Síldarvinnslunnar. Ljósmynd/Þórhallur Jónsson

Aðal­fund­ur Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. samþykkti að arðgreiðsla á ár­inu 2022 vegna rekstr­ar­árs­ins 2021 verði 2,01 krón­ur á hlut eða 3,4 millj­arðar króna og verður arður­inn greidd­ur 13. apríl, að því er fram kem­ur í niður­stöðum aðal­fund­ar­ins sem birt­ar hafa verið á vef fé­lags­ins.

Fram kem­ur að Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafi á aðal­fundi Síld­ar­vinnsl­unn­ar verið end­ur­kjör­inn í stjórn fé­lags­ins og mun hann áfram gegna hlut­verki stjórn­ar­for­manns. Auk Þor­steins voru Anna Guðmunds­dótt­ir, Bald­ur Már Helga­son, Björk Þór­ar­ins­dótt­ir og Guðmund­ur Rafn­kell Gísla­son kjör­in í stjórn fé­lags­ins.

Stjórn­in, sem upp­fyll­ir ákvæði laga og samþykkta fé­lags­ins um kynja­hlut­fall, var sjálf­kjör­in þar sem fram­bjóðend­ur voru jafn­marg­ir og kjósa skyldi.

mbl.is