Eitthvað fyrir drottningar sem aldrei sofa

Vorlitirnir frá OPI úr Xbox línunni eru einstaklega smart.
Vorlitirnir frá OPI úr Xbox línunni eru einstaklega smart. mbl.is/OPI

Það er á hreinu að í vor eigum við að vera að leika okkur - ekki síst þegar kemur að naglalökkum, ef marka má nýju Xbox línuna frá vörmerkinu OPI. Það eru 12 litir í línunni sem er ekki einungis fyrir þá sem elska tölvuleiki og sýndarveruleika, heldur alla þá sem vilja prófa sig áfram og skapa eitthvað nýtt og fallegt á nöglunum núna. 

Þegar kemur að litavali, þá eru fimm naglalökk í kremlit - Achievement Unlocked (fjólublátt), The Pass is Always Greener (matcha grænt), Suzi is My Avatar (kóral bleikt), Trading Paint (appelsínugult) og Racing for Pinks (bleikt).

Þeir sem vilja láta neglurnar líta út eins og litríkar perlur í vatni ættu að prófa naglalökkin sem heita: You Had Me at Halo (blátt), Heart and Con-soul (rautt), Qeust for Quartz (Rose quarts), Sage Simulation (sæblátt) og Can't CTRL Me (pastelblátt).

Það geta allir prófað sig áfram með nýju Xbox línuna …
Það geta allir prófað sig áfram með nýju Xbox línuna frá OPI. mbl.is/OPI

Fyrir drottninguna sem aldrei sefur þá er mælt með Pixel Dust (palíettu bleikt) og NOOBerry fjólubláa-lakkinu, sem er fyrir þá sem vilja berjalitaðar neglur með ögrandi undirtóni.

Til að fá fram áhrif sýndarveruleika á neglurnar, er ráðlagt að blanda saman ólíkum litum með mismunandi áferð.  Sem dæmi Achievement Unlocked og Pass is Always Greener sem gefur fallegt öðruvísi útlit sem eftir er tekið. 

Achievement Unlocked í bland við The Pass is Always Greener, …
Achievement Unlocked í bland við The Pass is Always Greener, er góð blanda.

Það verður spennandi að sjá útfærslur Íslendinga á þessari línu á næstunni.  

The Pass is Always Greener naglalakkið er í matcha grænum …
The Pass is Always Greener naglalakkið er í matcha grænum lit. mbl.is/OPI
Achievement Unlocked er fjólublár litur sem er vinsæll núna.
Achievement Unlocked er fjólublár litur sem er vinsæll núna. mbl.is/OPI
mbl.is