„Ekkert annað en aðför að íslenskri náttúru“

Alls hafa 34 náttúruverndarsamtök og veiðifélög sent frá sér yfirlýsingu …
Alls hafa 34 náttúruverndarsamtök og veiðifélög sent frá sér yfirlýsingu þar sem áformum um sjókvíaeldi við Raufarhöfn er mótmælt. mbl.is/Guðlaugur Albert

Í yf­ir­lýs­ingu skora 34 veiðifé­lög og nátt­úru­vernd­ar­sam­tök á sveita­stjórn Norðurþings að „falla frá öll­um sjókvía­eld­is­áform­um við Raufar­höfn og beita sér ekki fyr­ir því að friðun­ar­svæðum verði breytt,“ að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu sem send hef­ur verið fjöl­miðlum.

Þar er jafn­framt skorað á Svandísi Svavars­dótt­ur, mat­vælaráðherra, að „festa í lög ákvæði um hvar bannað er að stunda sjókvía­eldi og jafn­framt stækka það svæði svo að Eyja­fjörður og Öxar­fjörður verði friðun­ar­svæði.“

Til­efni yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar eru fyr­ir­huguð áform Bjarg­ar Capital um að koma upp tíu þúsund tonna lax­eldi á Raufar­höfn, bæði í sjó og á landi. Íbúar á svæðinu hafa í könn­un sagst al­mennt fylgj­andi áformun­um.

Á friðun­ar­svæði

Vekja fé­lög­in 34 at­hygli á því að fyr­ir­hugað eldi sé inn­an friðun­ar­svæðis sem ætlað er að vernda villta stofna og skil­greind voru 2004 í aug­lýs­ingu þáver­andi land­búnaðarráðherra, Guðna Ágúst­son­ar. Af­mörk­un þess­ara svæða var þó ekki fest í lög.

Friðunarsvæðin eins og þau voru skilgreind 2004.
Friðun­ar­svæðin eins og þau voru skil­greind 2004.

„Áform Bjarg­ar Capital á Raufar­höfn eru inn­an friðun­ar­svæðis og gera áformin ráð fyr­ir því að eldi verði stundað í ná­lægð við mik­inn fjölda laxveiðiáa. Þar má helst nefna Deild­ará, Ormarsá, Laxá í Aðal­dal, Skjálf­andafljót, Sval­b­arðsá, Sandá, Hölkná, Hafralónsá, Miðfjarðará, Bakkaá, Selá, Vestu­dalsá, Hofsá, Sunnu­dalsá og Jöklu. […] All­ar þess­ar ár eru í inn­an við 150km fjar­lægð frá staðsetn­ingu eld­is­ins. Villt­ur laxa­stofn í Deild­ará og Ormarsá væri dauðadæmd­ur ef þessi áform gengu eft­ir, en eldið myndi fara fram við ósa þeirra,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Full­yrða fé­lög­in að áform fjár­fest­inga­fé­lags­ins gangi gegn vís­inda­legri ráðgjöf er snýr að áhrif­um sjókvía­eld­is á villta laxa­stofna. „Ef þessi áform yrðu heim­iluð væri það ekk­ert annað en aðför að ís­lenskri nátt­úru og þeim fjöl­mörgu fjöl­skyld­um sem hafa lifi­brauð af hlunn­ind­um laxveiðiáa.“

mbl.is