Fækka úthaldsdögum varðskipa

Freyja lagðist að Eyjagarði í Reykjavík síðustu vikuna í mars …
Freyja lagðist að Eyjagarði í Reykjavík síðustu vikuna í mars og tók 200.000 lítra af eldsneyti. Framvegis hyggst Gæslan kaupa olíu hér. mbl.is/Árni Sæberg

Rík­is­end­ur­skoðun komst að þeirri niður­stöðu í nýbirtri skýrslu að Land­helg­is­gæsl­an ætti að hætta kaup­um á olíu í Fær­eyj­um. Stjórn­end­ur stofn­un­ar­inn­ar hafa því tekið þá ákvörðun að í flest­um til­fell­um verði olía keypt á Íslandi héðan í frá. Olí­an á Íslandi er marg­falt dýr­ari og því neyðist Gæsl­an til þess að draga úr sigl­ing­um varðskip­anna.

Þetta kem­ur fram í svari Ásgeirs Er­lends­son­ar upp­lýs­inga­full­trúa við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Fyr­ir skömmu tók varðskipið Freyja eldsneyti í Reykja­vík. Land­helg­is­gæsl­an lét fram­kvæma verðkönn­un hér heima og í Fær­eyj­um fyr­ir ol­íu­tök­una. Ákveðið var að taka ein­ung­is 200.000 lítra af eldsneyti í ljósi hve hátt heims­markaðsverð er á olíu um þess­ar mund­ir.

„Ef skipið hefði verið fyllt af olíu í Fær­eyj­um hefðu 35,5 millj­ón­ir spar­ast miðað við verðið í Reykja­vík. Þessi kostnaðar­auki leiðir til þess að draga verður úr sigl­ing­um skip­anna til að mæta mis­mun­in­um,“ seg­ir í svari Ásgeirs.

Rík­is­end­ur­skoðun tel­ur að þegar litið sé til þeirra fjár­muna sem Land­helg­is­gæsl­an fær til rekst­urs stofn­un­ar­inn­ar og heild­ar­hags­muna rík­is­ins sé varla hægt að líta á það sem svo að um raun­veru­leg­an sparnað sé að ræða. Sá virðis­auka­skatt­ur sem stjórn­end­ur Land­helg­is­gæsl­unn­ar vísa til að skeri úr um hvar borgi sig að kaupa eldsneyti renni all­ur til rík­is­sjóðs.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: