Fyrsta rafræna öryggishandbókin komin í gagnið

Björn Már Björnsson, 2. stýrimaður og öryggisfulltrúi á Vilhelm Þorsteinssyni …
Björn Már Björnsson, 2. stýrimaður og öryggisfulltrúi á Vilhelm Þorsteinssyni EA, og Jóhann G. Sævarsson, öryggisfulltrúi Samherja, með nýju handbókina. Ljósmynd/Samherji

Fyrsta ra­f­ræna ör­ygg­is- og þjálf­un­ar­hand­bók­in fyr­ir ís­lenskt fiski­skip var virkjuð á dög­un­um og var það um borð Vil­helmi Þor­steins­syni EA, upp­sjáv­ar­skipi Sam­herja. Talið er að þeir kost­ir sem fylgja ra­f­ræn­um hand­bók­um er fyrst og fremst að hún upp­fær­ist reglu­lega í and­stöðu við prentaðar bæk­ur.

„Bók­in hef­ur verið sett upp á iPad, ör­ygg­is­stjóri skips­ins get­ur þá tekið iPa­dinn með sér í nýliðafræðsluna, æf­ing­arn­ar, skoðað áhætt­ugátlista og verklags­regl­ur á vett­vangi og fyllt inn í gátlist­ana sam­hliða og vistað á ör­ygg­is­drif skips­ins. Þannig verður öll vinn­an í tengsl­um við ör­yggi skil­virk­ari og betri og við náum að halda bet­ur utan um lög­bundnu æf­ing­arn­ar sem og þá vinnu vegna ör­ygg­is sem áhöfn­in þarf að sinna um borð,“ út­skýr­ir Jó­hann G. Sæv­ars­son, ör­ygg­is­stjóri Sam­herja, í færslu á vef út­gerðar­inn­ar.

„Ég lít á þessa bók sem góða og mik­il­væga fjár­fest­ingu til framtíðar, sem staðfest­ir einnig vel fram­sýni og vel­vilja eig­end­anna sem og allra til ör­ygg­is­mála. Bók­in mun sann­ar­lega senda sterk og mik­il­væg skila­boð til allra og mun án efa efla enn frek­ar þá sterku ör­ygg­is­menn­ingu sem hef­ur verið að byggj­ast upp inn­an fyr­ir­tæk­is­ins síðustu árin,“ seg­ir hann.

Vilhelm Þorsteinsson EA.
Vil­helm Þor­steins­son EA. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Bet­ur fylgst með ferl­um

Gæðastjóri Útgerðarfé­lags Ak­ur­eyr­inga, Sunn­eva Ósk Guðmunds­dótt­ir, seg­ir í færsl­unni mik­il tæki­færi fel­ast í notk­un ra­f­rænn­ar gæðahand­bók­ar og að spjald­tölv­an sem hún tel­ur einnig nýt­ast vel til að halda utan um gæðamál skips­ins.

„Kaup­end­ur okk­ar eru kröfu­h­arðir og því mun ra­f­rænn aðgang­ur að skjöl­um auðvelda gæðavinn­una og gera hana skil­virk­ari og sam­hliða gefa okk­ur sem eru í landi tæki­færi til að fylgj­ast enn bet­ur með öll­um ferl­um. Slíkt styrk­ir og efl­ir gæðamál­in til muna,“ seg­ir hún.

Sunneva Ósk Guðmundsdóttir, gæðastjóri ÚA.
Sunn­eva Ósk Guðmunds­dótt­ir, gæðastjóri ÚA. mbl.is/​Mar­grét Þóra Þórs­dótt­ir

„Með því að hafa ör­ygg­is­hand­bók­ina á ra­f­rænu formi get­ur hver og einn skip­verji haft sitt ein­tak í snjall­tæki sínu og því hæg heima­tök­in að nota frí­tíma til að auka þekk­ingu sína á per­sónu­leg­um ör­ygg­is­mál­um og vinnu­ör­yggi um borð. Slík­ar bæk­ur ættu að vera um borð í hverju fiski­skipi yfir 15 metr­um og því má með sanni segja að þessi fyrsta ra­f­ræna ör­ygg­is­hand­bók sé góð fyr­ir­mynd fyr­ir ís­lenska skipa­flot­ann,“ seg­ir Hilm­ar Snorra­son skóla­stjóri Slysa­varn­ar­skóla sjó­manna.

mbl.is