635 milljóna króna mettúr hjá áhöfninni á Blængi

„Það er hörkumannskapur um borð og mórallinn afar góður. Það …
„Það er hörkumannskapur um borð og mórallinn afar góður. Það þarf dugnaðarmenn í túra eins og þennan og þeir eru svo sannarlega til staðar á Blængi,“ segir Sigurður Hörður Kristjánsson skipstjóri á Blængi. Ljósmynd/Síldarvinnslan/Smári Geirsson

Blæng­ur NK kom til hafn­ar í Nes­kaupstað í gær með 1.175 tonna afla og er verðmæti hans 635 millj­ón­ir króna. Um er að ræða mett­úr þar sem þetta eru mestu afla­verðmæti sem skip í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar hef­ur borið að landi úr einni veiðiferð.

Þetta kem­ur fram í færslu á vef út­gerðar­inn­ar. Þar seg­ir jafn­framt að um hafi verið að ræða 40 daga túr í Bar­ents­hafi og að há­seta­hlut­ur­inn sé um 6 millj­ón­ir króna.

„Við veidd­um inn­an norskr­ar lög­sögu og hóf­um veiðarn­ar á Fugla­bank­an­um og síðan var veitt á Nyslepp­en og Líksnag­an­um. Um miðjan túr færðum við okk­ur og veidd­um eft­ir það á Garðars­banka og á Fingr­in­um aust­an við Bjarn­arey. Veðrið var dá­lítið rysj­ótt og lág­um við til dæm­is í vari við Bjarn­arey í á ann­an sól­ar­hring. Veiðin á þess­um slóðum var ekk­ert sér­stak­lega góð miðað við það sem ég hef áður kynnst en fisk­verð er hátt um þess­ar mund­ir og verðmæt­in því mik­il,“ seg­ir Sig­urður Hörður Kristjáns­son, skip­stjór­inn á Blængi, í færsl­unni.

Blængur NK í höfn í Neskaupstað.
Blæng­ur NK í höfn í Nes­kaupstað. Ljós­mynd/​Há­kon Ernu­son

Krefst dugnaðarmanna

Skip­stjór­inn seg­ir nýtt troll hafi skipt sköp­um. „Við tók­um í notk­un nýtt troll frá Her­manni Guðmunds­syni í Hampiðjunni í þess­um túr og það reynd­ist ein­stak­lega vel. Við höf­um lengi notað troll frá Her­manni með góðum ár­angri. Þetta nýja troll reynd­ist svo vel að við vor­um ekki mikl­ir eft­ir­bát­ar tveggja trolla tog­ar­anna sem þarna voru. Troll­in frá Her­manni eru kunn og ávallt er verið að þróa þau og bæta.“

„Ann­ars má segja að þessi túr hafi verið hinn ánægju­leg­asti. Það er hörku­mann­skap­ur um borð og mórall­inn afar góður. Það þarf dugnaðar­menn í túra eins og þenn­an og þeir eru svo sann­ar­lega til staðar á Blængi,“ seg­ir Sig­urður Hörður.

mbl.is