Ástralska ofurfyrirsætan Elle Macpherson er með fallegt og náttúrulegt hár. Hún hefur ekki alltaf verið með lifandi hár að eigin sögn. Hún notaði tæki á borð við sléttujárn, krullujárn og hárblásara í mörg ár og var með hárlengingar. Við það varð hárið ljótt en hún segir að nokkur ráð hafi hjálpað hárinu að jafna sig.
Fyrirsætan trúir því að það skiptir máli að taka inn réttu efnin og ekki endilega bara borða réttu næringuna. Macpherson greinir frá þessu á heimasíðu merkisins sem hún stofnaði og heitir Welleco. Það kemur kannski ekki á óvart en að Macpherson tekur bætiefni frá Welle co.
Það þarf ekki bara að vernda húðina frá sólinni. Það þarf líka að vernda hárið, sérstaklega ef það er litað eða í slæmu ásigkomulagi. Macpherson sem er frá Ástralíu elskar að vera úti í sólinni en passar að vera með hatt. „Ég nota stóran kúrekahatt til þess að vernda hárið mitt (og andlitið) frá sólinni þegar ég er á ströndinni,“ segir fyrirsætan.
Það er ekki endilega gott að þvo hárið of oft. Macpherson þvær á sér hárið annað hvert kvöld eða á tveggja til þriggja daga fresti. Í stað þess að nota hárblásara greiðir hún hárið í hnút þegar það er blautt og býr þannig til náttúrulega liði.
Macpherson hefur prófað marga hárstíla en segir að sinn litur fari sér alltaf best. „Ég hef farið í gegnum tímabil þar sem ég var mjög ljóshærð sem fór mér ekki mjög vel en mér fannst það frábært á þeim tíma,“ segir fyrirsætan. „Í dag er ég ánægðari með náttúrulegt útlit mitt. Ég er heppin að vera ekki með grá hár svo ég og hársnyrtirinn minn ákváðum að leyfa náttúrulega litnum mínu að skína í gegnum ræturnar. Ég elska það.“
Það skiptir ekki bara máli að nota réttu sjampóið og næringuna. Fólk getur endað með hár í einni flækju ef það sefur ekki á rétta koddaverinu. Hún mælir með því að nota silkikoddaver.