Staðnir að stórfelldu brottkasti

Grásleppu landað á Húsavík í fyrra. Grásleppu veiðum er sagt …
Grásleppu landað á Húsavík í fyrra. Grásleppu veiðum er sagt fylgja töluvert brottkast. Myndin tengist ekki fréttinni beint. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Drón­ar á veg­um Fiski­stofu flugu yfir grá­sleppu­báta 23. til 29. mars og hafa all­ir bát­ar sem flogið hef­ur verið yfir verið staðnir að brott­kasti. Þetta kem­ur fram í skrif­legu svari El­ín­ar B. Ragn­ars­dótt­ur, sviðsstjóra hjá Fiski­stofu, við fyr­ir­spurn blaðamanns. Hún seg­ir að enn sé verið að vinna úr gögn­um eft­ir­lits­ins en ljóst sé að um „stór­fellt brott­kast er að ræða þar sem stór­um hrygn­ing­arþorski hef­ur verið kastað“.

Elín seg­ir jafn­framt að gera megi ráð fyr­ir því að stór hluti þeirra sem staðnir voru að brott­kasti verði kærðir til lög­reglu og hef­ur mat­vælaráðuneyt­inu verið gerð grein fyr­ir stöðunni. Dróna­eft­ir­lit með grá­sleppu­bát­um hófst á ný í gær.

Lands­sam­band smá­báta­eig­enda ef­ast hins veg­ar um lög­mæti dróneft­ir­lits Fiski­stofu.

Elín B. Ragnasdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu.
Elín B. Ragn­as­dótt­ir, sviðsstjóri veiðieft­ir­lits Fiski­stofu. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Á tíma­bil­inu 23. til 29. mars höfðu 26 bát­ar hafið grá­sleppu­veiðar og var flogið yfir 7 báta eða rúm­lega fjórðung þeirra sem eru komn­ir á veiðar. Fram kem­ur í svari El­ín­ar að flogið var yfir bát­ana oft­ar en einn dag og jafn­vel fleiri en eitt flug á dag.

„Var brott­kast greint í öll­um flug­um. Var 30-90% af öll­um þorski sem kom í net hvers báts kastað, en nokkuð var um þorsk í grá­sleppu­net­um á þess­um fyrstu dög­um vertíðar­inn­ar. Meðafli í grá­sleppu­net­um hef­ur þó verið að drag­ast sam­an síðustu daga. Stór hluti þess sem var kastað var stór hrygn­ing­arþorsk­ur,“ skrif­ar hún.

300% frá­vik

Haf­rann­sókna­stofn­un gaf út ráðgjöf um há­marks­veiði á grá­sleppu­vertíðinni þann 31. mars og nam hún 6.972 tonn­um. Sam­hliða ráðgjöf­inni ít­rekaði stofn­un­in í ráðgjafa­skjal­inu að „bæta þurfi skrán­ingu meðafla og eft­ir­lit með brott­kasti við grá­sleppu­veiðar“.

Spurður um til­efni ít­rek­un­ar stofn­un­ar­inn­ar vegna grá­sleppu- veiða svar­ar Guðmund­ur J. Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs hjá Haf­rann­sókna­stofn­un: „Ljóst er að brott­kast á öðrum nytja­teg­und­um sem veiðast með grá­sleppu, þá aðallega teg­und­um eins þorski og skar­kola, er tölu­vert í þess­um veiðum. Sem dæmi má nefna að Fiski­stofa birti 30 ákær­ur vegna brott­kasts í grá­sleppu­veiðum árið 2021. Eins er hægt að bera sam­an land­an­ir á öðrum afla þegar eft­ir­litsmaður Fiski­stofu er um borð við aðra báta á sama veiðisvæði, en tölu­vert meiri afli ann­ara teg­unda skil­ar sér í land þegar eft­ir­litsmaður er með í för.“

Þá sé einnig ljóst að skrán­ingu fugla og sjáv­ar­spen­dýra sé ábóta­vant og skili sér ekki sem skyldi í afla­dag­bæk­ur, að sögn Guðmund­ar. „Þegar meðaflatíðni í veiðiferðum, þegar eft­ir­litsmaður Fiski­stofu er um borð, er bor­in sam­an við aðrar veiðiferðir á sama veiðisvæði er tíðnin yfir 300% hærri þegar eft­ir­litsmaður er með í för. Eðli­legt er að ein­hver mun­ur sé á tíðninni, en þegar hann er svona mik­ill er ljóst að víða er pott­ur brot­inn í skrán­ing­um á þess­um dýr­um í afla­dag­bæk­ur.“

Hann seg­ir jafn­framt liggja fyr­ir að veiðieft­ir­lits­menn séu meðferðis í of fáum veiðiferðum til þess að hægt sé að gera ná­kvæmt mat á meðafla. Þetta end­ur­spegl­ist í tölu­verðri óvissu í mati á um­fangi meðafla grá­sleppu­veiða.

Guðmudnur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.
Guðmudn­ur Óskars­son, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Eitt mál vegna loðnu­veiða

Spurð um dróna­eft­ir­litið það sem af er þessu ári svar­ar Elín að óhag­stætt veðurfar hafi hamlað eft­ir­lits­flug­inu tölu­vert, en frá ára­mót­um hef­ur áhersla Fiski­stofu verið eft­ir­lit með upp­sjáv­ar­veiðum og var drón­um stofn­un­ar­inn­ar flogið bæði frá varðskipi og frá landi. „Náðist að fljúga yfir stór­an hluta loðnu­flot­ans a.m.k. einu sinni.“

Þá hafi eitt brott­kast­mál komið upp í tengsl­um við loðnu­veiðar auk þess sem nokk­ur mál eru í skoðun hjá stofn­un­inni hvað varðar skrán­ingu meðafla, einkum þorsk. Óljóst er hvaða mála­lok þau mál hljóta, að sögn El­ín­ar. Hún upp­lýs­ir að brott­kast­mál hafi verið 142 tals­ins á síðasta alamanaks­ári. „Einu þeirra lauk með svipt­ingu veiðileyf­is og eru um 20 þeirra í kæru­ferli til lög­reglu.“

Segja eft­ir­litið skorta laga­stoð

„Það er skoðun LS (Lands­sam­band smá­báta­eig­enda) að allt frá því að stofn­un­in hóf notk­un á fjar­stýrðum loft­för­um hafi hún [Fiski­stofa] farið langt fram úr sjálfri sér án þess að hafa til þess laga­stoð eins og frum­varpið ber glöggt vitni um,“ seg­ir í um­sögn LS vegna frum­varps rík­is­stjórn­ar­inn­ar um breyt­ing­ar á lög­um á sviði fisk­veiðistjórn­ar. Frum­varp­inu er ætlað að styrkja laga­heim­ild­ir Fiski­stofu til dróna­eft­ir­lits sem og ra­f­rænn­ar afla­skrán­ing­ar og mynda­véla­eft­ir­lits.

„Notk­un henn­ar á mann­laus­um fjar­stýrðum loft­för­um hef­ur ein­kennst af því að um hreina og klára njósn­a­starf­semi sé að ræða. Þannig sótti Fiski­stofa um und­anþágu varðandi flug­hæð, en í regl­um um fjar­stýrð loft­för er skýrt kveðið á um 120 metra há­marks­flug­hæð. Beiðni Fiski­stofu til Sam­göngu­stofu var að fá að fljúga sín­um loft­för­um í 200 metra hæð. Beiðninni fylgdi eng­inn rök­stuðning­ur. Það er skoðun LS að til­gang­ur Fiski­stofu með þess­ari beiðni sé að geta stundað eft­ir­litið án þess að viðkom­andi verði þess var­ir,“ seg­ir í um­sögn­inni.

Fiskistofa býr yfir öflugum drónum.
Fiski­stofa býr yfir öfl­ug­um drón­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Lands­sam­bandið, sem neit­ar því ekki að brott­kast hafi átt sér stað og tel­ur slíkt at­hæfi „ólíðandi með öllu“, seg­ir smá­báta hafa legið „vel við höggi“ þar sem þeir stunda veiðar skammt frá landi í veðri sem hent­ar dróna­eft­ir­liti vel. „Ekki er sömu sögu að segja af eft­ir­liti með tog­ara­flot­an­um. [...] Stór­út­gerðinni hef­ur hingað til tek­ist að koma í veg fyr­ir að eft­ir­lits­mynda­vél­ar yrðu sett­ar upp á því svæði – með til­vís­un í per­sónu­vernd­ar­lög(!). LS styður heils­hug­ar að eft­ir­lits­mynda­vél­um verði komið fyr­ir á vinnslu­dekkj­um ís­fisks- og frysti­tog­ur­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: