Almenningi boðið um borð í flaggskip Samherja

Almenningi gefst loksins kostur á að skoða Vilhelm Þorsteinsson EA. …
Almenningi gefst loksins kostur á að skoða Vilhelm Þorsteinsson EA. Skipið er við Oddeyrarbryggju á Akureyri og verður hleypt um borð á morgun. Ljósmynd/Samherji/Þórhallur Jónsson

Al­menn­ingi er boðið að stíga um borð í flagg­skip Sam­herja, Vil­helm Þor­steins­son EA, þar sem það ligg­ur við Odd­eyr­ar­bryggju á Ak­ur­eyri á morg­un (laug­ar­dag) milli tólf og fjög­ur síðdeg­is. Ný­smíði út­gerðar­inn­ar kom fyrst til heima­hafn­ar fyr­ir um ári en vegna aðstæðna sem sköpuðust vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins var ekki hægt að bjóða áhuga­söm­um um borð.

„Þar sem loðnu­vertíð er ný­af­staðin og skipið er í heima­höfn, þykir Sam­herja upp­lagt að halda upp á eins árs af­mælið með því að bjóða al­menn­ingi um borð og skoða eitt glæsi­leg­asta og full­komn­asta skip ís­lenska fisk­veiðiflot­ans,“ seg­ir á vef Sam­herja.

Vert er að geta þess að skipið er talið hafa sett heims­met í þegar það landaði, lík­lega, stærsta loðnufarm sög­unn­ar í Fuglaf­irði í Fær­eyj­um í janú­ar­lok. Um er að ræða hvorki meira né minna en 3.448 tonn og er óhætt að segja að skipið hafi reynst vel.

Aðbúnaður áhafn­ar eft­ir­tekt­ar­verður

Samn­ing­ar um smíðina voru und­ir­ritaðir 4. sept­em­ber 2018 en þann dag hefðu tví­bur­arn­ir Bald­vin og Vil­helm Þor­steins­syn­ir orðið 90 ára. Skipið var smíðað af Kar­sten­sen-skipa­smíðastöðinni í Dan­mörku en skrokk­ur­inn var smíðaður í Gdyniu í Póllandi af sama fyr­ir­tæki.

Ný­smíðin leysti af hólmi eldri Vil­helm Þor­steins­son EA 11 sem kom nýr til lands­ins um síðustu alda­mót.

Mesta lengd Vil­helms Þor­steins­son­ar er 89,07 metr­ar og er breidd skips­ins 16,6 metr­ar. Skipið er alls 4.140 brútt­ót­onn.

All­ur aðbúnaður um borð er sagður eins góður og kost­ur er eins og mynd­ir sýna, en lík­lega er betra að sjá her­leg­heit­in með eig­in aug­um. Í skip­inu eru klef­ar fyr­ir fimm­rán manns auk sjúkra­klefa. Þá er skipið ein­stak­lega rúm­gott og má þar nefna borðsal og tvær setu­stof­ur. Um borð er einnig lík­ams­rækt­araðstaða og gufubað fyr­ir skip­verja.

Skipið er glæsilega innréttað.
Skipið er glæsi­lega inn­réttað. Ljós­mynd/Þ​ór­hall­ur Jóns­son
Þægilegar setustofur skipta sköpum.
Þægi­leg­ar setu­stof­ur skipta sköp­um. Ljós­mynd/Þ​ór­hall­ur Jóns­son
Ljós­mynd/Þ​ór­hall­ur Jóns­son
Nýr Vilhelm Þorsteinsson EA vaktir athygli er hann sigldi inn …
Nýr Vil­helm Þor­steins­son EA vakt­ir at­hygli er hann sigldi inn Eyja­fjörðin í apríl í fyrra. Ljós­mynd/Þ​ór­hall­ur Jóns­son




mbl.is