Lög í vegi nýrra umhverfisvænni skipa

Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, segir áform um smíði nýrra …
Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, segir áform um smíði nýrra metanólskipa háð lagabreytingum. mbl.is/Golli

Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um hef­ur áhuga á að láta smíða ný um­hverf­i­s­vænni skip til veiða við suður­strönd­ina í stað þriggja sem fé­lagið ger­ir út. Tog­ar­an Brynj­ólf VE-3 sem smíðaður var 1987, tog­ar­an Dranga­vík VE-80 smíðaur 1991 og nóta- og neta­bát­inn Kap II sem var smíðaður 1967. Ákvæði laga eru hins veg­ar sögð hindra fram­gang áformanna.

Þetta sagði Guðmund­ur Örn Gunn­ars­son, stjórn­ar­formaður Vinnslu­stöðvar­inn­ar, á aðal­fundi fé­lags­ins sem hald­inn var á miðviku­dag. Í færslu á vef fé­lags­ins um fund­inn seg­ir að það sé vilji stjórn­ar og stjórn­enda að „nýju skip­in verði hönnuð og smíðuð með mik­inn orku­sparnað í huga og mark­mið um orku­skipti í sjáv­ar­út­vegi og græn viðhorf í lofts­lags­mál­um að leiðarljósi. Miðað er við að skip­in geti gengið fyr­ir „græna eldsneyt­inu“ met­anóli.“

Brynjólfur VE var smíðaður 1987 og er eitt þeirra skipa …
Brynj­ólf­ur VE var smíðaður 1987 og er eitt þeirra skipa sem Vinnslu­stöðin hef­ur hyggju á að skipta út. Ljós­mynd/​Vig­fús Markús­son

Þessi áform eru þó háð því að að ákvæðum laga um fisk­veiðar verði breytt þannig að heim­ilt verði að stunda veiðar á skip­um af þess­um toga. „Ákvæði í gild­andi lög­um um fisk­veiðar í land­helgi Íslands koma í veg fyr­ir að við get­um að þessu leyti tekið stjórn­völd lands­ins á orðinu um orku­skipti í sjáv­ar­út­veg­vegi og stuðlað að því að ná mark­miðum um orku­sparnað. Laga­ákvæði um svo­kallaðan afl­vísi eru með öðrum hindr­un í vegi orku­skipta í sjáv­ar­út­vegi og grænn­ar þró­un­ar, það er að segja lög­fest­ar reikni­formúl­ur um vélarafl og þver­mál skrúfu fyr­ir tog­skip að há­marki 29 eða 42 metr­ar að lengd til veiða í land­helg­inni,“ sagði Guðmund­ur Arn­ar á fund­in­um.

Kvaðst hann einnig gera ráð fyr­ir að Alþingi „bregðist við kall­inu“ og geri viðeig­andi breyt­ing­ar á lög­um þannig að stuðla megi að um­hverf­i­s­vænni sjáv­ar­út­vegi.

Nýtt hús und­ir botn­fisk­vinnslu

Auk áforma um ný skip er haf­inn und­ir­bún­ing­ur að því að reisa nýtt hús und­ir botn­fisk­vinnslu Vinnslu­stöðvar­inn­ar. „Inn­an fárra vikna liggja fyr­ir frum­hug­mynd­ir að hönn­un, skipu­lagi og sjálf­um fram­kvæmd­un­um. Göm­ul hús verða rif­in og ný byggð í áföng­um svo unnt verði að halda fisk­vinnslu gang­andi all­an tím­ann,“ seg­ir í færsl­unni.

Á aðal­fundi fé­lags­ins var einnig kynnt­ur árs­reikn­ing­ur sam­stæðunn­ar og var af­kom­an sú besta í sögu fé­lags­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: