Með níu fullar ferðatöskur á flugvellinum í Míamí

Gordon Ramsey.
Gordon Ramsey. AFP

Breski stjörnukokkurinn Gordon Ramsay lenti á alþjóðaflugvellinum í Míamí-borg síðastliðinn fimmtudag ásamt eiginkonu sinni, Tana Ramsay, og börnum þeirra sem eru fimm talsins. Ramsay-fjölskyldan ferðaðist til Bandaríkjanna á dögunum til að geta verið viðstödd brúðkaup aldarinnar þegar Brooklyn Beckham og Nicola Peltz ganga að eiga hvort annað.

Sjö manna Ramsay-fjölskyldan þrammaði um flugstöðina en miðað við myndir sem fréttamiðillinn Daily Mail náði af ferðalagi fjölskyldunnar hafði hún að minnsta kosti níu ferðatöskur í fórum sínum. Flugvallarstarfsmaður aðstoðaði fjölskylduna með farangurinn og dró að fjölmargar ferðatöskur á eftir sér á stórri kerru. Fjölskyldan var líka með heilmikinn handfarangur meðferðis og var hægt að telja, í að minnsta, þrjár stórar handtöskur frá tískurisanum Louis Vuitton. 

Brúðkaupsveislan fer fram á Palm Beach-svæðinu í Suður-Flórída. Brúðkaupið hefur verið lengi í undirbúningi þar sem ekkert verður til sparað. Stjörnum prýddur gestalistinn gæti farið í sögubækurnar en þar mun eftirsóknaverðasta fólkið sem Bretland hefur alið af sér mæta fræga og ríka fólkinu sem setur svip sinn á samfélagið í Míamí. 

mbl.is